Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 15
grundvelli Svalbarðasamningsins. Þessi lagatækni, ef svo má nefna hana, kem- ur skýrt fram í greinargerð sem norski þjóðréttarfræðingurinn og lagapró- fessorinn Carl August Fleischer tók saman á síðastliðnu sumri að beiðni utan- ríkisráðherra Noregs um réttarstöðu verndarsvæðisins. Birtist hún orðrétt í Morgunblaðinu 26. júní síðastliðinn og er fróðlegt að sjá hvaða rökum hann beitir í þessu máli. Þegar hann ræðir um það álitaefni hvort jafnrétti allra aðildarríkja samnings- ins til veiða samkvæmt 2. gr. skuli einnig gilda innan 200 sjómílna fiskveiði- lögsögunnar segir hann eftirfarandi orðrétt: Meginsjónarmiðið hlýtur að vera eftirfarandi: Jafnræðisregla samningsins um veiðar gildir aðeins innan landhelginnar, það er að segja aðeins innan 12 sjómílnanna mest. Það er ekkert í samningnum frá 1920 sem gefur tilefni til sérstakrar málsmeðferðar hvað varðar veiðar í hinni nýju 200 sjómflna fiskveiðilögsögu. Þetta er í samræmi við meginákvæði 1. greinar hans um norsk yfirráð og við þau markmið að ný álitamál af þessu tagi komi til kasta norskra yfirvalda og norskra laga. Og skömmu síðar segir Fleischer: Annarri grein Svalbarðasamningsins um rétt aðildarríkja til veiða er því ekki hægt að beita utan landhelginnar. Norsk stjómvöld hafa því fullan þjóðréttarlegan rétt til að taka hagsmuni norskra sjómanna fram yfir hagsmuni annarra á Svalbarðasvæðinu á sama hátt og innan efnahagslögsögunnar við Noreg. Þessi lögskýring hefur ekki hlotið stuðning neinna aðildarríkjanna né fræði- manna sem um þessi efni hafa ritað. Henni er m.a. mótmælt með ítarlegum rökum í riti þeirra Geirs Ulfsteins og Robins Churchills.4 Að þeirri forsendu geftnni að heimildir Norðmanna til hafsvæðanna utan Svalbarða hljóti að byggjast á Svalbarðasamningnum en ekki lögunum um norsku efnahagslögsög- una, er hér þá meginúrlausnarefnið hvort réttindi aðildarríkjanna takmarkist við landhelgina eina, eins og Fleischer heldur fram, eða nái til alls vemdarsvæðis- ins í samræmi við þróun þjóðaréttar síðustu áratugina. 8. RÖK GEGN FRAMFERÐI NORÐMANNA Þau rök sem styðja seinni niðurstöðuna og ganga gegn skoðun Fleischers em fyrst og fremst þessi: Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur í fleiri en einu máli komist að þeirri niður- stöðu að réttindi ríkja til hafsvæða undan ströndum þeirra byggist á yfirráðarétt- indum yfir landinu samanber dóminn í máli Breta gegn Norðmönnum 1951. En jafnhliða því að ríki nýta sér þann rétt að taka sér völd yfir víðáttumeiri haf- svæðum í samræmi við þróun þjóðaréttarins verða þau einnig að viðurkenna 4 Ibid, bls. 44-51. 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.