Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 16

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 16
þær skyldur sem í þessum nýja rétti felast. Ríki geta hér með öðrum orðum ekki valið og hafnað að eigin vild, heldur verða þau að virða hagsmuni annarra ríkja á hinum nýju lögsögusvæðum sem einnig hljóta að njóta góðs af hinni nýju þróun hafréttarins. Þessi lögskýring kom m.a. skýrt fram í dómi Alþjóðadómstólsins í hinum svonefnda Eyjahafsmáli 1978. f því máli hafði Grikkland viðurkennt lögsögu dómstólsins 1928 en undanskilið deilur sem tóku til landsvæðis Grikklands á þeim tíma. í málinu hélt Grikkland þess vegna því fram að dómstóllinn gæti ekki fjallað um deilur um landgrunnið milli Grikklands og Tyrklands vegna þess að landsgrunnshugtakið hefði verið óþekkt á þeim tíma. Dómstóllinn neit- aði að fallast á þessa röksemd og sagði orðrétt „túlka verður deilur varðandi landsvæði Grikklands í samræmi við reglur alþjóðalaga eins og þær eru í dag“. Með lögjöfnun má því álykta að jafnvel þótt Svalbarðasamningurinn hafi 1920 aðeins tekið til landhelginnar séu löglíkur á því að alþjóðadómstóll teldi víðnæmi hans hafa aukist í beinu samræmi við þróun yfirráða rikja á hafinu frá þeim tíma. I stuttu máli mætti taka þessi sjónarmið saman á eftirfarandi hátt: 1. Réttur Norðmanna til þess að stofna fiskverndarsvæðið byggist á stöðu þeirra sem strandríki. 2. Sú staða markast af því að Norðmenn fara með ríkisyfirráð yfir Svalbarða. 3. Þau ríkisyfirráð byggjast á samningnum frá 1920. 4. Af því leiðir að Noregur getur ekki haldið fram réttindum sem byggjast á Svalbarðasamningnum en neitað skyldum sínum (og réttindum annarra ríkja) sem stafa frá þessum sama samningi. Með öðrum orðum: Þróun hafréttarins hefur heimilað Noregi að færa vemd- arlögsöguna út í 200 sjómílur á gmndvelli samningsins en á sama hátt hafa rétt- indi annarra samningsaðila færst í sama mæli út á svæðinu. í öðru lagi má benda á að beiting 2. og 3. gr. samningsins utan landhelginnar við Svalbarða er studd þeim rökum að gagnstæð lögskýring myndi leiða til mjög sérkennilegrar niðurstöðu. Ef samningsaðilar hefðu engan rétt til að nýta auðlindir landgrunnsins og veiða á 200 sjómílna svæðinu, en full réttindi til slíkra athafna innan landhelginnar, myndi það leiða til niðurstöðu, sem er and- stæð almennum reglum hafréttarins, sem sé þeirra að erlend ríki njóta almennt miklum mun meiri veiðiréttinda innan efnahagslögsögunnar en innan landhelgi eða á landsvæði hins erlenda ríkis. í þriðja lagi telja þeir Ulfstein og Churchill að í ljósi þess að Svalbarðasamn- ingurinn var upphaflega gerður til þess að viðhalda efnahagslegum réttindum ríkjanna þar, verði að líta svo á að með lögjöfnun beri að beita ákvæðum 2. og 3. greinar samningsins um landgrunnið og vemdarsvæðið út að 200 sjómílun- um. Þær takmarkanir sem samningurinn leggur á ríkisyfirráð Norðmanna á landi, þ.e. jafnræðiskrafan, eigi jafnt að gilda á hafinu.5 5 Tilv. rit. bls. 48-49. 120

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.