Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 19

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 19
Benedikt Bogason er dómarafulltrúi í Héraðsdómi Reykjaness Benedikt Bogason: HUGLEIÐINGAR UM SÉRSTAKT HÆFI DÓMARA Grein þessi er að stofni til erindi, sem höfundur flutti á málþingi Lögfrœð- ingafélags Islands í Viðey hinn 8. október 1994. EFNISYFIRLIT 1. VIÐFANGSEFNIÐ 2. ALMENNT UM SÉRSTAKT HÆFI DÓMARA 3. UM G-LIÐ 5. GR. EINKAMÁLALAGANNA 3.1 Orðalag reglunnar 3.2 Almenn skýringarsjónarmið 3.3 Mat á því, hvort dómari telst vanhæfur 3.4 Eðli reglunnar 4. MANNRÉTTINDASÁTTMÁLI EVRÓPU OG SÉRSTAKT HÆFI DÓMARA 4.1 Almennt 4.2 Skilyrðið um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól 4.3 Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á reglur um sérstakt hæfi dómara 1. VIÐFANGSEFNIÐ í grein þessari verður hugað að réttarreglum um dómarahæfí. Verður ein- vörðungu fjallað um sérstakt hæfí dómara. Viðfangsefnið er hins vegar það yfír- gripsmikið, að einungis eru tök á að fjalla um tiltekna þætti þess. Verður um- fjöllunin einkum takmörkuð við tvö álitaefni. Annars vegar hina matskenndu hæfisreglu g-liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála (hér eftir skammstöfuð eml.) og hins vegar áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á reglur um sérstakt hæfi dómara. Áður verður vikið nokkrum almennum orðum að lagareglum um sérstakt hæfi dómara. 123

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.