Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 23
sínu og meðdómsmanna. Dómari verður því sjálfur að komast að niðurstöðu um, hvort hann sé vanhæfur til að fara með einstakt mál. Aðstæður gætu verið með þeim hætti, að dómari efaðist um eigið hæfi og teldi sig vanhæfan til að fara með mál, án þess þó að fyrir hendi væru ytri sýnileg atriði, sem gæfu nokkurt tilefni til að ætla, að hann fengi ekki litið óhlutdrægt á málið. Um gæti verið að ræða einhverja huglæga afstöðu dómara eða persónubundið mat hans á eigin hæfi til að fara með mál. Ekki leikur vafi á, að við þessar aðstæður er dómara heimilt að víkja sæti.3 Má finna ráðagerð um þetta í greinargerð með frumvarpi því, sem varð að lögum nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. Þar segir, að liggi ekki fyrir ytri (objektiv) atriði sé það samviskusök dómara, hvort hann víki sæti. Jafnframt að hann geti alltaf vikið af sjálfsdáðum, ef honum virðist ástæður til þess vera fyrir hendi.5 6 Réttara virðist að ganga lengra og fullyrða, að dómara sé skylt við þessar aðstæður að víkja sæti. Svo sem fram kemur í áðurgreindum ummælum greinargerðarinnar, myndi dómari jafnan þurfa að eiga þetta við sína eigin samvisku. Þó gætu síðar komið fram og orðið sýnileg einhver atriði tengd persónu dómara, svo sem rrk óvild hans í garð aðila. Það sjónarmið, að dómari geti komið sér hjá vinnu með því að telja sér heimilt og skylt að víkja sæti á þessum grundvelli, hefur ekki teljandi þýðingu að þessu leyti.7 Ef fyrir hendi eru ytri sýnileg atriði, sem eru þess eðlis að ætla verður, að þau geti haft áhrif á óhlutdrægni dómara, verður dómari að nálgast álitaefnið eftir því, hvernig það kemur fyrir út á við. Það er því ekki nægjanlegt, að dómari kanni hug sinn og sannfærist um að hann sé óvilhallur, heldur verður dómari að setja sig í spor manns, sem stendur utan við málaferlin, og meta, hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómarans. Ef svo er ber dómara að víkja sæti og það jafnvel þótt hann telji sig með öllu óhlutdrægan.8 Komist dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu, að utanaðkomandi maður hafí ekki ástæðu til að draga í efa óhlutdrægni hans, myndi dómari ekki víkja sæti, nema hann sjálfur teldi sig í raun ekki geta litið málið óhlutdrægum augum. 3.4 Eðli reglunnar í athugasemdum við 5. gr. í greinargerð frumvarps þess, sem varð að gildandi einkamálalögum, segir, að þrátt fyrir að orðalagi reglunnar í g-lið ákvæðisins sé 5 f Hrd. 1992 1810 hafði héraðsdómari vikið sæti. í dómi Hæstaréttar var talið, að dómari hefði metið það svo, að bróðir hans kynni að vera riðinn við ágreiningsefni aðila málsins á þann veg, að þýðingu gæti haft fyrir úrlausn þess. Með hliðsjón af umfjöllun héraðsdómara um dómskjal, þar sem bróður hans var getið, þótti verða að una við það mat, sbr. g-lið 5. gr. laga nr. 91/1991. 6 Alþingistíðindi 1935, A-deild, bls. 941-942. 7 Bernhard Gomard: Civilprocessen, bls. 129. 8 Markús Sigurbjörnsson: Einkamálaréttarfar, bls. 63. 127

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.