Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 25
Þann 19. júní 1953 var Mannréttindasáttmáli Evrópu fullgiltur af íslands hálfu. Við samninginn hafa verið gerðir viðaukar og hefur ísland fullgilt við- auka 1-8. Mannréttindasáttmáli Evrópu er þjóðréttarsamningur, en sáttmálanum og þeim viðaukum, sem ísland hefur fullgilt, var veitt lagagildi hér á landi með lö^um nr. 62 frá 19. maí 1994. I réttarríki verður að gera ákveðnar kröfur til meðferðar mála fyrir dómstól- um. Slíkt er einnig nauðsynlegur þáttur mannréttinda. í ljósi þessa eru tilteknar lágmarkskröfur gerðar til réttarfars í 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Þar segir, að þegar kveða skuli á um réttindi og skyldur manns að einka- málarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skuli hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Jafnframt að skipan dómstólsins sé ákveðin með lög- um. Þau atriði, sem hér þarfnast athugunar varðandi sérstakt hæfi dómara, eru skilyrði ákvæðisins um, að dómstóll þurfi að vera sjálfstœður og óvilhallur. Ástæða er til að gera grein fyrir því í stuttu máli, hvemig Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur verið túlkaður að þessu leyti á vettvangi Evrópuráðsins. 4.2 Skilyrðið um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól11 Skilyrði 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um, að dómstóll sé bæði sjálfstæður og óvilhallur, em tengd, en það má ráða af því, að dómstóll verður að vera sjálfstæður til að geta verið óvilhallur. Getur því verið torvelt að greina á milli þessara skilyrða sáttmálans. Til að dómstóll sé sjálfstæður verður hann að geta byggt niðurstöðu sína á eigin mati á staðreyndum máls og lögum. Dómstóll má ekki vera bundinn af fyrirmælum annarra og gæta verður þess í hvívetna, að hann sé óháður aðilum máls eða stjómvöldum. Það sama gildir að því er varðar löggjafann. Ástæða er til að ætla, að þótt einungis væri um að ræða ósjálfstæði dómstóla að óverulegu leyti, yrði slíkt talið andstætt 1. mgr. 6. gr. sáttmálans. Þá má staða dómenda ekki vera ótrygg á því tímabili, sem þeir em skipaðir til að gegna starfi, en ekki hefur verið talið nauðsynlegt, að dómarar séu skipaðir til lífstíðar. Skilyrðið um, að dómstóll þurfi að vera óvilhallur, hefur verið afmarkað á þann hátt að greint er á milli huglægrar og hlutlægrar athugunar á því, hvort dómari telst óhlutdrægur. Með huglægri athugun er kannað, hvort einhver ómálefnaleg sjónarmið hafi 11 Gaukur Jörundsson fjallar um þetta viðfangsefni í ritgerð sinni „Um rétt manna sam- kvæmt 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu til að leggja mál fyrir óháðan og hlutlausan dóm- stól“. Þar er jafnframt gerð grein fyrir nokkrum úrlausnum Mannréttindanefndar- og Mann- réttindadómstóls Evrópu, sem þýðingu hafa að þessu leyti. Auk þeirrar heimildar er stuðst við eftirfarandi rit varðandi umfjöllun um Mannréttindasáttmála Evrópu: P. van Dijk og G.J.H. van Hoof: Theory and Practice ofthe European Convention on Human Rights, bls. 335-340 og Lars Adam Rehof og Tyge Trier: Menneskeret, bls. 149-151. 129

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.