Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 39
þessu felst m.a. að sé stofnun aðeins ætlað að veita umsögn eða vera ráðgefandi, geti hún almennt ekki óskað eftir slíku ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum.13 I c-lið felst að stofnunin verður að hafa lögsögu í málinu samkvæmt fyrír- mœlum laga.'4 Stofnuninni verður að vera skylt að leysa úr viðkomandi álitaefni. Lögsaga hennar má m.ö.o. ekki vera valkvæð. Þetta tengist skilyrðinu í a-lið. í d-lið felst það skilyrði að meðferð ágreiningsmáls fyrir viðkomandi stofnun verður að svipa í öllum meginatriðum til málsmeðferðarfyrír dómstólum. Þetta merkir m.a. að úrlausnaraðili verður að vera óháður aðilum máls.15 Þá felst í þessu að aðilum gefist jafnt færi á að lýsa kröfum sínum og þeim sjónarmiðum sem þær eru byggðar á. í e-lið felst skilyrði um að úrlausn verði að vera bindandi fyrir aðila málsins og að hún sé fullnustuhæf. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið, er heimildin til að fara fram á ráð- gefandi álit bundin við stofnanir sem fullnægja þeim skilyrðum sem að framan eru rakin. Samkvæmt EES-rétti eru ekki aðrar takmarkanir á heimildum til að leita eftir ráðgefandi áliti. Heimildin getur m.ö.o. átt við allar stofnanir sem full- nægja þessum skilyrðum, óháð því hvort þær teljast til dómstóla eftir lögum þess lands sem um er að ræða. Hér verður ekki unnt að gefa tæmandi svar við því hvaða íslenskar stofnanir fullnægja framangreindum skilyrðum. Augljóst er að hinir almennu dómstólar (héraðsdómstólar og Hæstiréttur íslands) gera það. Sama á við um Félagsdóm og Landsdóm. Meira vafamál kann að vera um það hvort stofnanir eins og barnavemdarráð, tryggingaráð, samkeppnisráð, áfrýjunamefnd lögmannafé- lagsins og yfirskattanefnd gætu fallið hér undir. Dómur EFTA-dómstólsins í máli nr. E-l/94 frá 16. desember 1994 (Resta- mark) varpar ljósi á þau álitamál sem hér koma til skoðunar. Atvik málsins voru þau að finnskum einkaaðila Restamark var meinað að flytja til Finnlands vín frá Ítalíu og viskí frá Þýskalandi, án þess að fá fyrst sérstakt samþykki frá fínnsku ríkiseinkasölunni Alko. Restamark skaut úrskurði héraðstollyfirvalda í Helsingfors til áfrýjunamefndar tollyfirvalda (Tullilautakunta). Áfrýjunarnefndin óskaði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins, á grundvelli 34. gr. ESE-samningsins varðandi túlkun á 11. og 16. gr. EES-samningsins. EFTA-dómstóllinn fjallaði fyrst um þá spumingu hvort málið væri tækt til efnismeðferðar fyrir dómstólnum. Nánar tiltekið, hvort áfrýjunarnefnd tollyftrvalda í Finnlandi (Tullilautakunta) gæti talist dómstóll eða réttur (court or tribunal) í skilningi 34. gr. ESE-samningsins. 13 Þessa ályktun má draga af dómi í máli nr. 14/86 Pretore di Sald [1987] ECR, bls. 2545 (einkum bls. 2567). 14 Mál nr. 138/80 Borker [ 1980] ECR, bls. 1975 (einkum bls. 1977). 15 Mál nr. 24/92 Coribau [1993] ECR, bls. 1277 (einkum bls. 1304). Sjá útdrátt á ensku The proceedings ofthe Court ofJustice and Court of First Instance ofthe European Communities, 29. mars til 2. apríl No. 11/93, bls. 4-5. 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.