Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 42
Nú er mál rekið fyrir héraðsdómstóli þar sem taka þarf afstöðu til skýringar á samn- ingi um Evrópska efnahagssvæðið, bókunum með honum, viðaukum við hann eða gerðum sem í viðaukunum er getið og getur þá dómari í samræmi við 34. gr. samn- ings EFTA-rfkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls kveðið upp úrskurð um að leitað verði álits EFTA-dómstólsins um skýringu á því atriði málsins áður en málinu er ráðið til lykta. Leggja ber áherslu á það sem fyrr segir, að hér er aðeins um að ræða heimild fyrir héraðsdómara til að fara fram á álit dómstólsins, en ekki skyldu. Þá er álitið aðeins ráðgefandi og bindur ekki hendur héraðsdómara við úrlausn málsins. Verður þó að reikna með að eftir slíku áliti verði að jafnaði farið, a.m.k. að svo miklu leyti sem niðurstaða máls veltur á því atriði sem álits er leitað á.18 I 2. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 kemur fram að dómari skuli gefa aðilum kost á að tjá sig áður en úrskurður er kveðinn upp, hvort sem aðili máls hefur krafist þess að álits verði leitað eða dómari telur þess þörf án kröfu. Samkvæmt þessu ákvæði er gert ráð fyrir að annar eða báðir aðilar máls geti sett fram kröfu um að álits skuli leitað. Þá getur dómari ákveðið að eigin frumkvæði að fara fram á álit, þótt báðir aðilar séu andvígir því. í öllum tilfellum verður dómari, eftir að hann hefur gefið aðilum kost á að tjá sig um málefnið, að kveða upp úrskurð. Um frekari aðgerðir dómara, eftir að úrskurður hefur verið kveðinn upp, er mælt fyrir í starfsreglum dómstólsins. Að þessu verður vikið í kaflanum um málsmeðferð hér á eftir. Samkvæmt 3. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 má kœra úrskurð héraðsdómara til Hæstaréttar eftir almennum reglum laga um meðferð einkamála eða meðferð opinberra mála, eftir því sem við á. Kæra frestar frekari aðgerðum samkvæmt úrskurðinum, sbr. 3. mgr. 1. gr. Heimilt er að kæra úrskurð héraðsdómara til Hæstaréttar á hvorn veginn sem úrlausn hans er.19 Þetta er eðlileg heimild þar sem úrskurðurinn, hvort sem ákveðið er að leita álits eða ekki, er þýðingarmik- ill fyrir málareksturinn. Samkvæmt 2. gr. laga nr. 21/1994 getur Félagsdómur einnig leitað álits EFTA-dómstólsins um atriði mála sem þar eru rekin. Er gert ráð fyrir að kveð- inn verði upp úrskurður um þetta atriði, ýmist eftir kröfu aðila eða að frum- kvæði dómsins. Urskurður Félagsdóms er ekki kæranlegur til Hæstaréttar, sbr. 2. gr. i.f. Þá segir í 3. gr. laganna að Hæstiréttur geti jafnan kveðið upp úrskurð eins og lýst er í 1. og 2. mgr. 1. gr. í máli sem fyrir honum er rekið. Úrskurður um að leitað skuli álits EFTA-dómstólsins hefur þau áhrif að með- ferð málsins er frestað þar til álitið er fengið. Þegar dómurinn metur hvort ástæða er til að leita ráðgefandi álits EFTA-dóm- 18 Alþt. A 1993, bls. 757. 19 sama heimild 146
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.