Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 43
stólsins þarf fyrst að kanna hvort á EES-reglur reyni við úrlausn málsins. Oftast myndi þetta bera þannig að, að annar aðili eða báðir bæru fyrir sig slíka reglu. Þótt svo væri ekki, væri dómara allt að einu rétt að gæta að því sjálfur hvort á slíkar reglur reyndi við úrlausn málsins, enda ber honum að gæta að öllum þeim réttarreglum sem skipt geta máli við úrlausn máls, óháð lagarökum aðila. Ekki væri rétt af dómara að láta hjá líða að leita álits eingöngu vegna þess að aðilar hefðu ekki borið fyrir sig EES-reglur.20 Eftir að hafa komist að niðurstöðu um að málið hafi slfk tengsl við EES-rétt eða kunni að hafa þau þarf dómari að taka afstöðu til þess hvort hann telur sig geta leyst úr málinu án þess að fá álit EFTA-dómstólsins. Mat dómara á því hvort nauðsynlegt er að fá álit um túlkun á tilteknum reglum er endanlegt. EFTA-dómstóllinn gefur aðeins álit um túlkun viðkomandi reglna, eftir því sem spurningar þær sem til hans er beint gefa tilefni til, en leggur ekki mat á hvort þær skipta máli fyrir úrlausn málsins.21 Hitt er annað mál að EB-dóm- stóllinn hefur í málum sem rekin eru á grundvelli 177. gr. Rómarsáttmálans áskilið sér rétt til að umorða og hagræða spumingum sem til hans er beint með það markmið í huga að dómari við dómstól í aðildarríki fái svör við þeim spumingum sem hann er talinn þurfa á að halda til að leysa úr málinuf' 4.4 Beiðni um ráðgefandi álit Eins og fyrr segir eiga dómstólar EFTA-ríkja sjálfír endanlegt mat um það hvort farið skuli fram á álit. Þá er það einnig þeirra að ákveða um hvað skuli spurt og hvemig spurningar em orðaðar. Ef dómarinn á sjálfur fmmkvæðið er algengt að hann ráðgist við aðila eða lögmenn þeirra um það hvernig spumingum skuli hagað. Hvemig sem dómari kýs að standa að gerð beiðni að þessu leyti hefur hann sjálfur síðasta orðið í því efni. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir því í 2. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994 að dómari kveði upp úrskurð. Verður að ætla að hugmyndin sé sú að spumingar þær sem ætlunin er að leggja fyrir EFTA-dómstólinn verði að vera settar nákvæmlega fram í sjálfum úrskurðinum. Ef úrskurður héraðsdómara er kærður til Hæstaréttar verður að gera ráð fyrir að Hæstiréttur geti metið hvort málið hafí slík tengsl við EES-rétt að eðlilegt sé að óska eftir ráðgefandi áliti og hvemig spumingum skuli hagað. Þegar spumingarnar sem beint er til EFTA-dómstólsins eru samdar verður að 20 Mál nr. 126/80 Maria Salonia v. Giorgio Podiomani and others [1981] ECR, bls. 1563 (einkum bls. 1564 (2) og 1576-1577). 21 Mál nr. 6/64 Costa v. ENEL [1964] ECR, bls. 585 (einkum bls. 586 (2) og 593). Ennfremur mál nr. 5/1977 Tedeschi v. Denkavit [1977] ECR, bls. 1555 (einkum bls. 1555 (1) og 1574) og Salonia-mál nr. 126/80 [1981], bls. 1563 (sbr. neðanmálsgrein 20). 22 Sjá hér einnig dóm EFTA-dómstólsins í máli nr. E-l/94 Restamark frá 16. desember 1994. 147

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.