Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 46
þessum hætti ber dómstólnum að fara yfír athugasemdir þeirra aðila sem nefndir eru hér að framan og tilkynna það þeim dómstóli eða stofnun sem beiðnina sendi, sbr. 3. tl. 97. gr. starfsreglnanna. 5.3 Munnleg málsmeðferð Eins og fyrr segir er að jafnaði gert ráð fyrir að hluti málsmeðferðarinnar sé munnlegur. Markmiðið með munnlegum málflutningi er að gefa aðilum kost á að draga saman í stuttu máli meginatriði þess sem fram hefur komið í skriflegu málsmeðferðinni og til að koma að nýjum röksemdum vegna atvika sem til eru komin eftir að skriflega hlutanum lauk. Þá gefst þeim kostur á að gera athuga- semdir við það sem fram hefur komið í greinargerðum eða skriflegum athuga- semdum annarra aðila. Miðað er við að munnlegur málflutningur hvers aðila taki að jafnaði ekki lengri tíma en 30 mínútur. Það er meginregla við málsmeðferð fyrir EFTA-dómstólnum að aðilum er ekki heimilt að flytja eigin mál, heldur verða þeir að senda umboðsmann sinn eða lögmann fyrir sína hönd. Þegar um ráðgefandi álit er að ræða er þó brugðið út af þessari reglu. Um þetta eru fyrirmæli í 2. tl. 97. gr. starfsreglnanna þar sem segir að um fulltrúa aðila og komu aðila fyrir EFTA-dómstólinn við meðferð máls um ráðgefandi álit, skuli dómstóllinn taka mið af málsmeðferðarreglum þess dómstóls sem beiðni kom frá. Samkvæmt þessu ber að taka mið af þeim reglum sem gilda um þetta í viðkomandi EFTA-rrki. Þetta merkir væntanlega að sé um að ræða mál frá íslenskum dómstóli, fer um heimild aðila til að flytja mál sitt sjálfur eftir þeim íslensku lögum sem gilda um þá stofnun sem beiðni hefur komið frá. Forseti EFTA-dómstólsins stjórnar þinghaldi þegar munnlegur flutningur fer fram. Forseti og einstakir dómarar geta beint spurningum til aðila eftir því sem þeir telja þörf til upplýsingar málinu. 5.4 Tdngumál Meginreglan er sú að málsmeðferð fyrir EFTA-dómstólnum fer fram á ensku, sbr. 25. gr. starfsreglnanna. I 27. gr. þeirra er að finna sérstök fyrirmæli um tungumál við rekstur mála sem varða ráðgefandi álit. Þar kemur fram í 1. mgr. að dómstóli, eða annarri stofnun með dómsvald, sem lagt hefur fram beiðni um ráðgefandi álit, sé heimilt að setja fram beiðni sína á því tungumáli sem notað er við málsmeðferðina fyrir viðkomandi dómstóli eða stofnun. EFTA-dómstóll- inn sér sjálfur um að beiðnin verði þýdd á ensku. Sama regla á við um önnur skjöl sem beiðni kunna að fylgja. Þau eru einnig þýdd á ensku eftir því sem dómstóllinn telur sjálfur nauðsynlegt, sbr. 2. mgr. 27. gr. starfsreglnanna. Sam- kvæmt þessum reglum geta íslenskir dómstólar sent beiðni á íslensku, ásamt skjölum sem henni fylgja. Sama gildir raunar einnig um öll önnur samskipti EFTA-dómstólsins við dómstól aðildarríkis og aðila þess máls sem álitið varðar. Um þetta er nánari fyrirmæli að finna í 96. gr. og 27. gr. starfsreglnanna. 150
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.