Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 52
Reykholtsdalshreppar talið sig eigendur landsvæðisins og hefur það m.a. verið friðlýst að þeirra frumkvæði, auk þess sem forráðamenn hreppanna hafa bannað alla skotveiði á svæðinu, nema í undantekningatilvikum. A leið sinni til rjúpna- veiða umræddan dag hittu þeir feðgar bóndann S, eftirlitsmann hreppsfélag- anna. Tjáði hann þeim að rjúpnaveiði væri bönnuð á svæðinu, sem væri friðlýst eignarland hreppanna. Ekki sinntu þeir feðgar tilmælum S, sem hafði þá frum- kvæði að því að tilkynna um fyrirætlan þeirra til lögreglunnar í Borgarnesi, sem kom á staðinn síðar um daginn og hitti þá m.a. H fyrir. Var síðar upplýst að þeir feðgar hefðu báðir gengið til rjúpna á umræddu svæði, þá um daginn, en orðið frá að hverfa sökum veðurs án þess að bera neina veiði úr býtum. 2.2 Um aðild að málinu Um framhald málsins er það að segja, að af hálfu ákæruvaldsins var gefin út ákæra á hendur þeim feðgum fyrir tilraun til fuglaveiða í Geitlandi. Var ákært fyrir brot á 1. mgr. 2. gr. þágildandi laga nr. 33/1966 um fuglaveiði og fugla- friðun, sbr. refsiákvæði 37. gr. sömu laga. Samkvæmt tilgreindu lagaákvæði var landeigendum einum heimil veiði í landareign sinni, nema lög mæltu fyrir á annan veg, samanber samhljóða ákvæði 2. mgr. 8. gr. núgildandi laga nr. 64/1994 um vemd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýmm. í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 33/1966, samanber nú 1. mgr. 8. gr. laga nr. 64/1994, er hinsvegar mælt fyrir um það, að öllum íslenskum ríkisborgurum séu heimilar fuglaveiðar á afréttum og almenningum utan landareigna lögbýla, enda geti enginn sannað eignarrétt sinn til þeirra. Upphaflega voru feðgarnir auk þess ákærðir fyrir brot á náttúruvemdarlögum, en frá því var fallið undir rekstri málsins. Um málarekstur þennan er það að öðru leyti að segja, að málið var rekið að hætti opinberra mála. Ekki er þörf að fjalla almennt um refsiréttarlega eða rétt- arfarslega þætti málsins eða sönnunarfærslu þar að lútandi, enda er hér fyrst og fremst verið að líta til hins eignarréttarlega þáttar. Af málavöxtum öllum og forsendum héraðsdómarans má þó ráða, að huglæg afstaða ákærðu hafi verið með þeim hætti, að þeim hafi verið fullkunnugt um meint eignarréttartilkall hreppanna tveggja til hins umdeilda svæðis. Það sem málsókn ákæruvaldsins stóð hinsvegar og féll með var spurningin um það hvort Geitland væri eignarland Hálsa- og Reykholtsdalshreppa í beinni merkingu, í skilningi 1. mgr. 2. gr. þágildandi laga um fuglaveiðar og fuglafriðun. 2.3 Um eignarheimildir þær sem byggt var á Undir rekstri málsins var eftirfarandi upplýst um eignarheimildir að land- svæðinu. Samkvæmt Landnámu nam Ulfur sonur Gríms hins háleyska land milli Hvítár og Suðurjökla og bjó í Geitlandi. í skýringarritum með Landnámu er við það miðað, svo sem gert var hér að framan, að Geitland sé svæðið sem afmark- ast af Langjökli, Hvítá og Geitá. Auk þess hafa fundist rústir tveggja bæja í 156

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.