Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 68
styrkjakerfunum. Haustið 1995 mun deildin í fyrsta sinn taka á móti erlendum
nemendum á námskeiði þessu. Kennt verður á haustmisseri 1995, og er boðið
upp á kennslu í fjórum greinum, þ.e. réttarsögu, evrópurétti, hafrétti og sak-
fræði. Kennarar á námskeiðinu verða prófessorarnir dr. Gunnar G. Schram,
Jónatan Þórmundsson, Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson. Þegar þetta
er ritað (apríl 1995), eru líkur til, að 13 erlendir laganemar verði við nám í laga-
deild á haustönn 1995, og munu þeir m.a. koma frá Danmörku, Noregi,
Svíþjóð, Finnlandi, Sviss og Hollandi. Fyrirlestrar á námskeiðinu munu fara
fram á ensku.
5. STÖÐUBREYTINGAR
Þær breytingar hafa orðið á stöðum innan deildarinnar, að Þorgeir Örlygsson,
settur prófessor, var skipaður prófessor þann 1. ágúst 1994, í prófessorsstöðu
þá, sem Gaukur Jörundsson áður gegndi við lagadeild. Eiríkur Tómasson,
hæstaréttarlögmaður, var skipaður prófessor við lagadeild frá áramótum
1994/1995, og tók hann við því starfi af Markúsi Sigurbjörnssyni, prófessor,
sem skipaður var dómari við Hæstarétt Islands í júlí 1994.
Amljótur Bjömsson, prófessor, er í leyfi frá störfum við lagadeild, en hann er
settur hæstaréttardómari frá áramótum 1994/1995 og fram til 1. júlí 1995.
Magnús K. Hannesson, lektor, hefur verið í leyfi frá störfum við lagadeild frá
því í nóvember 1994, er hann tók við tímabundnu starfi þjóðréttarfræðings í
utanríkisráðuneytinu. Ragnheiður Bragadóttir, lektor, er í eins árs barnsburðar-
leyfi.
6. STJÓRN ORATORS, FÉLAGS LAGANEMA, STARFSÁRIÐ 1993-
1994
Á aðalfundi Orators, sem haldinn var í október 1993, var Stefán Eiríksson
kjörinn formaður stjómar félagsins. Aðrir í stjóm voru kjörin Eyvindur G.
Gunnarsson, varaformaður; Gísli Tryggvason, ritstjóri Ulfljóts; Kristján B.
Thorlacius, gjaldkeri; Edda Andrésdóttir, alþjóðaritari; Kristín Helga Mark-
úsdóttir, skemmtanastjóri, og Jónína S. Lárasdóttir, funda- og menningarmála-
stjóri.
Á aðalfundi Orators, sem haldinn var í október 1994, var Kristín Edwald
kjörin formaður stjómar félagsins. Aðrir í stjóm voru kjörin Kolbeinn Ámason,
varaformaður; Kristrún Heimisdóttir, ritstjóri Úlfljóts; Áslaug A. Guðmunds-
dóttir, skemmtanastjóri; Einar Símonarson, gjaldkeri; Dóra Sif Tynes, alþjóða-
ritari og Einar Hannesson, funda- og menningarstjóri.
I nóvember 1994 efndi Orator til glæsilegrar ráðstefnu um kennslumál í laga-
deild. Þátttakendur á ráðstefnunni voru nemendur og kennarar lagadeildar auk
ýmissa annarra lögfræðinga. Laganemar lögðu mikla vinnu í undirbúning ráð-
stefnunnar og þótti hún í alla staði takast vel. Var það samdóma álit þátttakenda,
að ráðstefnan hefði skilað miklum árangri og væri líkleg til að hafa áhrif á
umræður um nám, kennslu og rannsóknir í lagadeild á komandi ámm.
172