Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Side 69
7. FORSETASKIPTI Stefán Már Stefánsson, prófessor, var kjörinn forseti lagadeildar til tveggja ára frá og með hausti 1994, og tók hann við því embætti af dr. Gunnari G. Schram, sem verið hefur deildarforseti sl. tvö ár. Jafnframt var Þorgeir Örlygs- son, prófessor, kjörinn varadeildarforseti til sama tíma. A deildarfundi 15. desember 1994 óskaði Stefán Már Stefánsson eftir lausn frá embætti deildar- forseta. Var Þorgeir Örlygsson þá kjörinn forseti lagadeildar til hausts 1996 og Stefán Már Stefánsson varadeildarforseti til sama tíma. 8. ANNAÐ Á árinu 1994 var hafist handa um að gefa út á tölvutæku formi lagasafn íslands, dómasafn Hæstaréttar, ásamt Stjómar- og Alþingistíðindum. Tölvubúnaður laga- deildar, hvort heldur sem er nemenda eða kennara, er engan veginn undir það búinn að taka við hinum nýju gagnasöfnum í tölvutæku formi, og stendur það starfsemi deildarinnar fyrir þrifum. Hefur lagadeild sótt um það til háskólayfir- valda, að tölvubúnaður nemenda og kennara verði endumýjaður, þannig að hann geti tekið við hinum nýju gagnasöfnum. Hefur m.a. verið óskað eftir því, að sett verði upp sérstakt tölvuver fyrir laganema. Er það von lagadeildar, að háskóla- yfirvöld sýni íjárbeiðnum deildarinnar þar að lútandi skilning, enda hefur lagadeild lítt íþyngt tækjakaupasjóðum háskólans á undanfömum ámm. Þorgeir Örlygsson SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS 28. FEBRÚAR 1994 -28. FEBRÚAR 1995 1. STARFSLIÐ Þessir kennarar vom í fullu starfi við Lagstofnun 1994-1995: Amljótur Bjömsson (í leyfi frá 1/1 '95-l/7'95), Bjöm Þ. Guðmundsson, Eiríkur Tómas- son (skipaður 1/U95), Gunnar G. Schram, Jónatan Þórmundsson, Magnús Kjartan Hannesson (í leyfi frá 13/11 '94-1/5'95), Markús Sigurbjömsson (hætti störfum 30/6'94), Páll Sigurðsson, Ragnheiður Bragadóttir, Sigurður Líndal, Stefán Már Stefánsson og Þorgeir Örlygsson. 2. STJÓRN Stjóm stofnunarinnar var kosin á fundi í lagadeild 9. febrúar 1995 til næstu tveggja ára. Hana skipa: Amljótur Bjömsson, Bjöm Þ. Guðmundsson, Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal. Stjóm Orators hefur tilnefnt Hörð Helgason í stjómina. Sigurður Líndal gegnir starfi forstöðumanns. Stjómin hélt 5 fundi á tíma- bilinu 26. febrúar 1993-28. febrúar 1994. Ársfundur var haldinn 28. febrúar 1995. 3. RANNSÓKNIR 1994-1995 Rannsóknir og ritstörf kennara í fullu starfi við lagadeild sem teljast starfa við Lagastofnun: 173

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.