Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 3
TÍMARIT • • LOGFRÆÐINGA 3. HEFTI 48. ÁRGANGUR OKTÓBER 1998 LAGASETNING Lög eru sett í því skyni að stýra gangi mála í þjóðfélaginu, setja leikreglur sem fara ber eftir, ákveða mönnum rétt og leggja á þá skyldur og svona mætti nokkuð lengi telja. Lagasetningarvaldið er í höndum Alþingis og alþingismenn kjörnir í lýðræðislegum kosningum til þess að setja lög. Þess er reyndar engin von að alþingismenn geti samið öll frumvarp til laga og sennilega ekki heldur að hver og einn þeirra geti fylgst með og gaumgæft öll lagafrumvörp sem lögð eru fyrir Alþingi. Það er jafnan svo að mikill meirihluti lagafrumvarpa eru lögð fram af ríkisstjórn eða einstökum ráðherrum og enn stærri hluti þeirra lagafrum- varpa sem ná samþykki eru frá stjórnvöldum komin. Það er sennilega fáum jafn vel ljóst og dómurum og lögmönnum hversu mikla þýðingu það hefur að vel sé vandað til lagasetningar. Vönduð lög eru að sjálfsögðu auðveldari í framkvæmd og líklegri til að setja niður deilur og skapa frið en þau lög sem kastað hefur verið höndum til. Að vísu má segja að erfitt sé eða ókleift að gera lög svo úr garði að túlkun þeirra sé ætíð tvímælalaus og ekki þarf neitt að vera óeðlilegt þótt látið sé á það reyna fyrir dómstólum hvert sé efni og innihald laganna þegar til framkvæmdarinnar kemur. Við höfum mörg dæmi um það frá frændum okkar á Norðurlöndum að stórar nefndir eru settar á laggirnar, skipaðar fulltrúum ýmiss konar aðila í þjóðfé- laginu, til þess að semja frumvörp til laga. Þessar nefndir vinna oft árum saman áður en niðurstaða er fengin. Má hér nefna nýjustu dæmin um nefndir bæði í Noregi og Danmörku sem samið hafa og semja frumvörp til dómstólalaga. Við höfum hins vegar tilhneigingu til þess að taka löggjöf sem svo er undirbúin, þýða hana og reyna að laga að íslenskum aðstæðum. Svipaða aðferð munu Finnar nota og styðjast þar við sænsk lög þar sem við höfum einkum dönsk lög til fyrirmyndar. Við Islendingar getum fært ýmislegt fram okkur til afsökunar, 171
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.