Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Blaðsíða 15
nefndarinnar sem vann að gerð frumvarps til skaðabótalaga árin 1966-1983. Jón Erlingur gagnrýndi undirbúning frumvarpsins og frumvarpið sjálft. Um- mæli hans um örorkumöt, töflur um örorkustig örorkunefnd og hlutverk hennar eru athyglisverð í ljósi skipunar í örorkunefnd og starfs nefndarinnar. Eftir að hafa gagnrýnt hugtök þau sem notuð eru í frumvarpinu um mat á varanlegum miska og varanlegri örorku birtir Jón Erlingur norræna meðaltöflu um örorkustig og ber saman við þá töflu sem birt var í athugasemdum með frumvarpi til skaðabótalaga, sjá bls. 30-31 í frumvarpinu. Síðan segir Jón: Ég skal ekkert um það segja hvort hin danska tafla er betri en íslenska taflan. Það hygg ég að muni vera álitamál. En aðferðin er að mínum dómi röng að slá striki yfir hina íslensk-samnorrænu töflu og taka upp danska töflu í staðinn. Það mun ekki breyta miklu efnislega hvor taflan er notuð. Aðeins sárafáir áverkar verða metnir með því að fletta beint upp í töflunum. Skiptir þar litlu hvort taflan hefur 31 línu eða 16. Langsamlega flestir áverkar eru þannig að þá verður að meta með hliðsjón af töfl- unni en ekki með því að slá beint upp í henni. Gildir það t.d. um hálsáverkana, sem eru flestir að tölunni til, bakáverka, skemmdir í liðum o.s.frv. Þá eru það megin- punktar töflunnar sem skipta máli, og þeir em í aðalatriðum hinir sömu í báðum töflunum. Örorkutöflunum má líkja við Celcíusskala til mælingar hitastigs. Þar þarf ekki nema 2 viðmiðunarpunkta. Starf læknis, sem metur örorku, er vandasamt. Út- koman er heldur ekki fullkomlega öragg í þeim skilningi að tveir læknar, sem meta sama áverka óháð hvor öðrum, fái alltaf sömu niðurstöðu. Þetta hefur verið reynt. Það getur munað því að annar meti 15 stig þegar hinn metur 10. Hér er ekki verið að deila á læknana. Ég hef aldrei orðið var við annað en að þeir vinni starf sitt af vandvirkni og samviskusemi. En viðfangsefnið er þannig að viss ónákvæmni er óumflýjanleg. Fyrir kemur að áverkamati er skotið til læknaráðs eða dómkvaddra manna.... Ein af forsendum þess að læknar nái góðum árangri við mat örorku er að ekki leiki vafi á hvaða tafla sé notuð. Einnig er mikilvægt að töflurnar haldist lítið breyttar eða óbreyttar um lengri tíma. Þetta hefur verið svo, því að talið er að örorkumatstöflur hafi verið í grundvallaratriðum lítið breyttar frá því að slíkar töflur voru fyrst samdar í Austurríki eða Þýskalandi á árunum 1880 til 1890. Því má segja að ríkt hafi „fast- gengisstefna" á þessu sviði.... Höfundur frumvarpsins aðhyllist ekki fastgengisstefnu, heldur leggur hann til að tekið sé upp nokkurs konar „flotgengi" í mati læknisfræðilegrar örorku. Það felst í 10. greinar sem segir. „Ororkunefhd skal semja töflur um miskastig".... Ég álít að ekki eigi að stofna neina örorkunefnd, sbr. það sem síðar segir. En þó að hún sé sett á fót ætti hún ekki að semja örorkutöflur. Það liggur ekkert á að breyta þeim töflum sem fyrir era. Kannski taka norrænir almannatryggingamenn upp þráð- inn aftur og endurskoða töflurnar, þegar þeim þykir tími til kominn. Höfundur lýsir því réttilega að við mat miskastigs (læknisfræðilegrar örorku) skuli sami áverki eða sams konar líkamsspjöll að jafnaði leiða til sama miskastigs, hver sem í hlut á. 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.