Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 18
sýnist hagsmuna tryggingafélaganna ágætlega gætt í þessu frumvarpi og ég er
ekki hissa á því að þau séu áhugasöm um að þetta verði lögfest“.
Dómsmálaráðherra gerði athugasemdir við þessi ummæli Páls og taldi að í
þeim fælist óréttmæt gagnrýni á höfund laganna.
Páll svaraði og sagðist bera fyllsta traust til höfundarins en dró í efa að verk
hans gætu ævinlega verið hafin yfir alla gagnrýni.
Auk Páls gerðu Jón Helgason, Anna Ólafsdóttir Björnsson og Kristinn H.
Gunnarsson athugasemdir. Benti Kristinn sérstaklega á athugasemdir Læknafé-
lags Islands og kvartaði undan of lítilli umræðu um málið.
Frumvarpið var svo samþykkt óbreytt sem lög frá Alþingi og tóku þau gildi
l.júlí 1993.
7. ÖRORKUNEFND
7.1 Inngangur. 1. mgr. 10. gr.
10. grein skaðabótalaga er ein af þeim greinum laganna sem er nokkuð frá-
brugðin samsvarandi grein hinna dönsku skaðabótalaga vegna stofnunar sér-
stakrar matsnefndar, örorkunefndar.
1. mgr. 10. gr. íslensku laganna virðist þó vera þýðing á 10. grein þeirra
dönsku. Danska greinin hljóðar svo:
Sável skadelidte som skadevolderen kan indhente en udtalelse om spprgsmálet om
fastsættelse af méngraden og erhvervsevnetabsprocenten fra Arbejdsskadestyrelsen,
jf. lov om arbejdsskadeforsikring.
I íslensku þýðingunni hafa orðin, „om sp0rgsmálet“, fallið niður. Höfundur
frumvarpsins telur þó að skýra beri greinarnar eins. Ekki er sú lagaskýring þó
óyggjandi.
Arbejdsskadestyrelsen, áður Sikringsstyrelsen, er opinber stofnun sem starf-
ar samkvæmt dönsku atvinnuslysatryggingalögunum, lov om forsikring mod
fplger af arbejdsskade, og hefur það hlutverk að ákvarða miska og örorkustig
samkvæmt þeim lögum.
Þessi dönsku lög gegna svipuðu hlutverki og íslensk almannatryggingalög-
gjöf um vinnuslys og Arbejdsskadestyrelsen gegnir þar svipuðu hlutverki og
læknar Tryggingastofnunar ríkisins hér á landi en þeir ákvarða örorku þeirra
sem tryggðir eru hjá stofnuninni.
Við setningu dönsku skaðabótalaganna var þessari opinberu stofnun einnig
falið að gefa álit um örorku og miskastig samkvæmt skaðabótalögunum ef
aðilar óska eftir því. Samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar mun hún gefa álit
í um 10% þeirra tilvika þegar skaðabætur fyrir líkamstjón eru greiddar í Dan-
mörku.
Þessu fordæmi Dana var ekki að öllu leyti fylgt þegar 10. grein íslensku
laganna var samin því að 2. til 4. málsgrein 10. gr. fjallar um sérstaka nefnd, ör-
orkunefnd, sem dómsmálaráðherra skipar. Þau ákvæði voru ítarlegri í seinna
186