Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 24
kennandi dæmi um áverka sem við lesum annars bara um í bókum eða ímyndum
okkur út frá einkennum sjúklinga og röntgenmyndum.
Grein Torfa Magnússonar lýkur svo:
Hálsverkir og önnur einkenni, sem koma eftir hálshnykk, án sjáanlegra áverka-
merkja, hafa lengi verið mönnum ráðgáta. Niðurstöður rannsókna í vestrænum lönd-
um, benda þó til þess að um afleiðingar líkamsáverka sé að ræða og engin rök hníga
að því að hálsáverkar eftir bifreiðaslys og afleiðingar þeirra séu litnir öðrum augum
en aðrir áverkar. Vefjarannsóknir undanfarinna ára benda til þess að afmarkað verkja-
svæði í hálshrygg sé finnanlegt hjá flestum hálshnykksjúklingum, og lífeðlisfræði-
legar rannsóknir sýna að áverki, sem í upphafi veldur staðbundnum verkjum, getur
orðið upphafið að útbreiddum líkamlegum einkennum ef ekki tekst að bæla verkina.
Vanþekking á eðli þessa dularfulla sjúkdóms gerir markvissa meðferð erfiða í flest-
um tilvikum en vonir standa til að á næstu árum muni skilningur okkar á þessum
sjúkdómi aukast og þar með meðferðarmöguleikar.
Rannsóknir á batahorfum þeirra sjúklinga, sem orðið hafa fyrir hálshnykksáverka í
bifreiðaslysum, benda ekki til þess að þeir beri öðrum fremur fram vandkvæði sín í
þeim tilgangi að afla sér tryggingabóta með sviksamlegum hætti. Vísindalega fengn-
ar niðurstöður réttlæta því á engan hátt það tortryggna viðhorf samfélagsins, sem oft
virðist ríkja í garð þessara ólánsömu einstaklinga, sem margir búa við verulega
líkamlega og félagslega fötlun.
7.6 Ólík sjónarmið lækna
Munurinn á sjónarmiðum þeirra lækna sem S.Í.T. telur hafa „rétt“ sjónarmið
við mat á örorku fólks og annarra virðist vera þessi frá sjónarhóli leikmanns.
Ágreiningurinn snýst fyrst og fremst um afleiðingar háls og bakáverka.
Læknar S.Í.T. líta svo á að við mat á örorku eigi aðeins að taka tillit til þeirra
áverka sem hægt er að greina hlutlægt, objektivt. Ef ekki er hægt að sjá áverka
á hálsi eða hrygg á röntgenmynd eða í sneiðmyndatæki virðist nánast litið svo
á að áverkinn sé ekki til, a.m.k. ekki raunverulegur nema í huga hins slasaða.
Dæmi um þetta er að finna í fyrrnefndri grein Gísla Einarssonar á bls. 3 en
þar segir: „Líkamlegum ástæðum til færniskerðingar og/eða örorku má skipta í
tvo flokka:
1) Huglægar ástæður, þar sem sársauki er annar tveggja mikilvægustu þátt-
anna, hinn er eigið mat að um óvinnufærni sé að ræða.
2) Hlutlægar ástæður, þ.e. mælanlegar takmarkanir, svo sem blinda, handar-
missir o.s.frv.“
Og síðar á sömu síðu segir:
Ef nánar eru skoðaðar hinar huglægu ástæður manneskju til óvinnufæmi kemur í ljós
að greinarmun verður að gera á annars vegar á svari líkamans við vefjarsköddun og
hins vegar sársaukans sem orsakast af sömu sköddun en sársaukinn er það ástand að
verða sér meðvitaður um að vefjarsköddun hefur átt sér stað. Þjáning er síðan hin til-
finningalega svörun einstaklingsins við sársaukanum eða gagnvart þeim afleiðingum
192