Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 35
við ákvæði 10. greinar skaðabótalaga um örorkunefnd og alls ekki við fram-
kvæmdina. Einfaldast er að fella brott 10. grein skaðabótalaga. Þá kæmu aðilar
sér saman um matsmann eða matsmenn eins og algengast var fyrir gildistöku
skaðabótalaga.
Standi 10. grein áfram er óhjákvæmilegt að breyta henni. Til mikilla bóta
væri að það kæmi skýrt fram hvert starfssvið nefndarinnar er. Það er ekki ljóst
samkvæmt núgildandi lögum. Því þarf að koma fram í lagatextanum sjálfum að
nefndin sé málskotsaðili en ekki einhvers konar örorkuríkismat, stofnun sem
ætlað er að meta örorku allra sem slasast. 1. mgr. 10. greinar gæti þá hljóðað
svo:
„Tjónþoli eða sá sem ábyrgð ber á tjóni getur óskað álits örorkunefndar um
fyrirliggjandi mat á miska og varanlegri örorku eða frummats ef aðilar eru sam-
mála um það”.
Að mínu áliti myndi þetta leiða til þess að lögmenn og vátryggingafélög
næðu samkomulagi um matsmann, í versta falli matsmenn. Einungis ágrein-
ingsmálum væri þá vísað til nefndarinnar. Þetta myndi leiða til þess að nefndin
gæti betur vandað álitsgerðir sínar og lokið þeim á stuttum tíma frá því beiðnir
berast.
Breyta þarf 2. mgr. 10. gr. þannig að nefndarmenn verði skipaðir samkvæmt
tilnefningu. Formaður og varaformaður t.d. samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar
og læknamir samkvæmt tilnefningu Læknafélags íslands eða Læknaráðs.
Breyting í þessa átt myndi koma í veg fyrir óhöpp af því tagi sem áttu sér
stað með skipan lækna í þá nefnd sem nú starfar og lýst er að framan. Standi
þetta ákvæði óbreytt er ekkert því til fyrirstöðu að dómsmálaráðherra skipi næst
í nefndina núverandi trúnaðarlækna VIS hf. og Sjóvár-Almennra trygginga hf.
í stað hinna fyrrverandi trúnaðarlækna. „Það væri allt í lagi skv. áliti ráðuneytis-
ins, ef læknarnir hefðu sagt sig frá öllum verkefnum sem þeir hafa verið til-
nefndir til af hálfu tryggingarfélaga“, eins og segir í niðurlagi bréfs ráðuneytis-
ins til okkar fimmmenninganna dags. 7. september 1993.
Þá má hugsa sér að skipa ekki fasta lækna til setu í örorkunefnd heldur sé
leitað til sérfræðinga úti í bæ um læknisfræðilega skoðun og mat, til lækna T.R.
eða jafnvel að málsaðilar skipi hvor sinn lækninn til meðferðar einstakra mála.
Danska stofnunin, Arbejdsskadestyrelsen, hefur þannig ráðgjafa sem
spanna 9 svið læknisfræðinnar allt frá bæklunarlæknum til geðlækna og er
leitað til þeirra eftir því hver meiðsli hins slasaða eru. Þeir koma frá sjúkra-
húsum, ráðgjafarstarfið er aukastarf og þeir mega ekki vera tengdir vátrygg-
ingafélögum.
Þá má fella brott 3. mgr. 10. gr. Töflur um örorku fólks eru til, bæði hérlendis
og erlendis, eins og fram kemur í fyrmefndri umsögn Læknafélags Islands til
allsherjarnefndar Alþingis, engin þörf er á sérstakri töflu fyrir möt örorkunefnd-
ar og ákaflega vandséð hvert gildi hún hefur umfram aðrar töflur. Þurfa aðrir
læknar að fylgja henni við mat sitt?
Það getur varla verið því þá er búið að gera örorkunefnd að einhvers konar
203