Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 37
gamlir, 1. júní 1995, í umferðarslysi þegar ekið er aftan á bifreið þeirra á um- ferðarljósum og henni kastað á næsta bíl fyrir framan. Jón og Páll meiðast báðir í baki og hálsi, miski þeirra metinn 20% og hvorugur mun framar vinna erfiðis- vinnu. Varanleg örorka Páls er metin 35% enda varð hann að hætta sjómennsku. Beiðni um mat á varanlegri örorku Jóns er vísað frá örorkunefnd. Bætur fyrir varanlega örorku, þ.e. fyrir framtíðartekjutap, til bræðranna eru þessar samkvæmt skaðbótalögunum án vísitöluhækkunar: Páll, kr. 10.500.000 en Jón kr. 1.120.000. Ef miski þeirra hefði aðeins verið metinn 10% sem er algeng niðurstaða í líkum málum hjá örorkunefnd og varanleg örorka Páls 20% væru skaðabæt- urnar þessar: Páll, kr. 6.000.000, en Jón kr. 0. Getur Alþingi sett slík lög er mismuna einstaklingum sem eru algerlega eins settir nema að því leyti að annar er byrjaður að afla launatekna en hinn ekki? Er hægt að setja lög þess efnis að Jón skuli ekki fá líkamstjón sitt bætt af því að hann var í skóla, var ekki farinn að nýta tekjuöflunarmöguleika sína? Eru þá þeir tekjuöflunarmöguleikar sem hann sannanlega hefur glatað einskis virði í peningum talið? Örugglega ekki, það tap má meta til peningaverðs alveg eins og tap Páls og önnur áætlunin er ekki réttari en hin. Báðar eru nokkurs konar spádómar um áhrif áverka á framtíðartekjumöguleika bræðranna. Það er ekki vandamál. Vandamálið eru reglur skaðabótalaganna sem kveða á um að tjón Páls skuli áætlað og bætt með allt öðrum hætti en tjón Jóns. Engin efnisleg rök eru sjáanleg fyrir þessum mun. Þessar reglur kunna að varða við 65. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, m.a. án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti. Tökum sem dæmi lög frá Alþingi sem kvæðu á um að einungis skyldi bæta helming af verðmæti bfla sem skemmast í aftanákeyrslu. Bfla í eign þeldökkra manna eða fólks í Frfldrkjusöfnuðinum skyldi ekki bæta. Jarðeignir bænda í Arnessýslu megi taka eignarnámi og bæta einungis 1/3 hluta verðmætisins. Hvað myndu dómstólar gera við svona lög? Engin spurning. Slík lög myndu ekki samrýmast 65. og 72. grein stjórnarskrár. En hver er þá munurinn? Er geta einstaklings til að starfa og afla vinnutekna ekki klárlega fjái'hagslegt verðmæti og eign þess einstaklings alveg eins og bíll eða landspilda. Ekki er verðmæti fólks lakar varið af 72. grein stjórnarskrár en verðmæti dauðra hluta. Þetta eru spurningar sem verða mjög áleitnar við athugun og hugsun um þessi lög. Ekki verða þeim gerð nein frekari skil hér, en fróðlegt væri að sér- fræðingar á sviði stjórnskipunarréttar freistuðu þess að svara þeim. Það er einnig grundvallarspurning hvort einstaklingur sem sannað getur að hann hafi þegar orðið fyrir tilteknu fjárhagslegu tjóni t.d. verið óvinnufær með öllu í 8-9 ár eftir slys og starfsævi er lokið. Þarf hann að sætta sig við mat og útreikning samkvæmt skaðabótalögum á tjóni sínu, tjóni sem þegar liggur fyrir hvert er? 205

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.