Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 39
Helgi I. Jónsson er héraðsdómari í Reykjavík Helgi I. Jónsson: SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA - VIÐURLÖG EÐA FULLNUSTUÚRRÆÐI EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 2. LÖGFESTING SAMFÉLAGSÞJÓNUSTU SEM FULLNUSTUÚRRÆÐIS MEÐ LÖGUM NR. 123/1997 3. HUGTAKIÐ SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA 4. MÁLSMEÐFERÐ 5. ROF Á SKILYRÐUM SAMFÉLAGSÞJÓNUSTU 6. NIÐURLAG 1. INNGANGUR Með lögum nr. 55/1994 um samfélagsþjónustu, sem öðluðust gildi 1. júlí 1995, var heimilað, eftir umsókn dómþola, að fullnusta allt að þriggja mánaða refsivistardóm, þannig að í stað refsivistarinnar kæmi ólaunuð samfélagsþjón- usta, minnst 40 klukkustundir og mest 120 klukkustundir. Jafngilti því eins mánaðar óskilorðsbundin refsivist einni vinnuviku í samfélagsþjónustu. Skil- j'rði til beitingar þessa úrræðis var, að almannahagsmunir mæltu ekki gegn því. Ákvörðun um, hvort þessu úrræði yrði beitt, skyldi vera á hendi þriggja manna nefndar, samfélagsþjónustunefndar, sem dómsmálaráðherra skipaði. Fram kom í frumvarpi til laganna, að úrræði þetta væri tekið upp í tilraunaskyni. Var lög- unum markaður ákveðinn gildistími, eða til 31. desember 1997. I athugasemdum með frumvarpinu kemur fram, að rökin fyrir þessari til- högun séu þau, að með því að ákvörðun um samfélagsþjónustu sé fullnustu- 207

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.