Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Qupperneq 41
orðsdóma. Tilkynni skilorðseftirlit ákæruvaldi um skilorðsrofin og leggi ákæru-
valdið málið á ný fyrir dómstól. Oftar en ekki leiði það til þess, að skilorðs-
dómur sé tekinn upp og dæmd óskilorðsbundin refsivist. Þó séu önnur úrræði
einnig notuð, t.d. lenging skilorðstíma, eftirlit o.fl. Þegar skilorðsrof er fólgið í
nýju afbroti sé dómurinn um samfélagsþjónustu dæmdur upp, ásamt nýja brot-
inu. Þegar vinnuskylda er ekki að fullu innt af hendi, sé metið, hversu miklu
þyngri hinn nýi dómur eigi að vera, en ef einungis væri dæmt fyrir hið nýja brot
í athugasemdum, sem fylgdu frumvarpi því, er varð að lögum nr. 55/1994,
segir svo:
Ekkert er því til fyrirstöðu að þessum málum verði skipað á annan veg í lok tilrauna-
tímabilsins, ef ákveðið verður að samfélagsþjónusta verði varanlegur hluti af viður-
lagakerfinu. Víðast mun dómstólaleið farin erlendis, en yfirlit um stöðu samfélags-
þjónustu í viðurlagakerfinu og í nálægum löndum, sem var hluti af grg. með eldra
frv., er birt sem fylgiskjal I með frv.
í umsögn Dómarafélags íslands til allsherjarnefndar Alþingis á sínum tíma
var varað við því, að ofangreint fyrirkomulag, það er að fela nefnd á vegum
framkvæmdavaldsins vald til að breyta viðurlagaákvörðun dómstóla, kynni að
brjóta í bága við 2. gr. stjómarskrárinnar.
2. LÖGFESTING SAMFÉLAGSÞJÓNUSTU SEM
FULLNUSTUÚRRÆÐIS MEÐ LÖGUM NR. 123/1997
í ljósi þess, sem hér hefur verið rakið, vekur það undrun, að inn í lög um
fangelsi og fangavist hefur með nýsettum lögum, nr. 123 22. desember 1997,
sem gildi tóku 1. janúar 1998, verið smeygt sérstökum kafla um samfélags-
þjónustu. Er þar um að ræða fimm lagagreinar í IV. kafla laganna, nánar tiltekið
22.-26. gr. Segir í athugasemdum með fmmvarpi til laganna, að helstu rökin
fyrir því að fella ákvæðin um samfélagsþjónustu undir lögin um fangelsi og
fangavist séu þau að undirstrika, að hér sé um að ræða fyrirkomulag fuiln-
ustu á óskilorðsbundinni refsivist. Verði að telja eðlilegt, að öll meginákvæð-
in um fullnustu óskilorðsbundinna refsivistardóma séu í sömu löggjöf.
Helstu nýmæli laganna era þau í fyrsta lagi, að tímamörk heimildar til að beita
samfélagsþjónustu sem fullnustuúrræðis er tvöfölduð, eða úr þriggja mánaða
óskilorðsbundinni refsivist í sex mánaða óskilorðsbundna refsivist. I annan stað
tekur Fangelsismálastofnun ríkisins nú ákvörðun um, hvort samfélagsþjónustu
verður beitt í stað samfélagsþjónustunefndar. I þriðja lagi er kveðið á um það í
lögunum, að farið verði með skilorðsrof á svipaðan hátt og agaviðurlög í fang-
elsum og í fjórða lagi era ákvarðanir fangelsismálastofnunar um samfélagsþjón-
ustu kæranlegar til dómsmálaráðherra, sem samkvæmt lögunum tekur endanlega
ákvörðun um afgreiðslu máls, að fenginni tillögu náðunamefndar.
Framvarp til laganna var „að meginstefnu til“, eins og segir í athugasemdum
við það, samið í fangelsismálastofnun að tilhlutan dómsmálaráðherra, og voru
209