Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 47
Astríður Grímsdóttir lauk prófifrá lagadeild Háskóla íslands vorið 1993 og er héraðsdómslögmaður í Mosfellsbœ Ástríður Grímsdóttir: HAFA UMGENGNISSAMNINGAR STAÐFESTIR AF SÝSLUMANNI SÖMU RÉTTARÁHRIF OG ÚRSKURÐIR? EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR 2. 37. GR. BARNALAGA NR. 20/1992 3. 38. GR. BARNALAGA NR. 20/1992 4. HEIMILD TIL SAMNINGA UM UMGENGNI 5. ÚRSKURÐUR DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIS DAGS. 28.11.1997 6. ÚRRÆÐI FORSJÁRLAUSS FORELDRIS 7. AFLEIÐIN G AR 1. INNGANGUR Með setningu barnalaga nr. 20/1992 urðu ýmsar breytingar á fyrri barnalög- um sem voru nr. 9 frá 1981.1 eldri barnalögum var tekið á umgengni barns við forsjárlaust foreldri. í 40. gr. laga nr. 9/1981 segir að sé forsjá barns aðeins í höndum annars for- eldris þá eigi bamið rétt á umgengni við hitt foreldrið enda sé foreldri skylt að rækja umgengni og samneyti við bamið og hlíta nánari skilmálum er að því lýtur. Einnig segir að valdi sérstök atvik því að mati dómsmálaráðuneytisins að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag þess og þörfum geti ráðuneytið kveðið svo á að umgengnisréttar njóti ekki við. I 2. mgr. 40. gr. segir svo að séu foreldrar sammála um hvernig skipa skuli umgengnisrétti skuli eftir því farið nema sú skipan komi í bága við hag og þarfir barnsins að mati dómsmálaráðuneytisins. 215

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.