Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 51
við broti á löglega ákveðinni umgengni. Hér er einungis um að ræða þvingunarúr- ræði sem ætlað er að hafa vamaðargildi en beiting þess er þó talin eiga rétt á sér í einstaka tilvikum. Tryggt þarf að vera að mál hafi verið skoðað til hlítar áður en ákvörðun um álagningu dagsekta er tekin og er sú trygging fólgin í þvf að sýslu- maður hafi áður kveðið upp úrskurð um tilhögun umgengninnar. Sýslumaður hefur þá leitað sátta með aðilum umgengnismálsins, gjarnan með því að boða þá saman á sáttafund. Jafnframt er vilji bams kannaður af sýslumanni eða með liðsinni fag- manna. Reynt er til þrautar að þoka aðilum í átt til samkomulags áður en úrskurður er kveðinn upp. Þegar foreldrar gera með sér samning um umgengni og leggja fyrir sýslumann til staðfestingar fer ekki fram svo ítarleg könnun á málsatvikum og að- stæðum aðila. Alagning dagsekta á þeim grundvelli gæti leitt til þess að hagsmunir bams yrðu fyrir borð bomir þar sem ekki væri fullreynt að beita öðrum og vægari úr- ræðum og gæti auk þess farið gegn meginreglu þeirri sem birtist í 12. gr. laga nr. 37/1992. Krafa lögmannsins snýr að því að ákvörðun sýslumannsins verði breytt á þann veg að lagðar verði dagsektir á konuna á þeim grundvelli að umgengnis- samningur sem staðfestur er af stjórnvöldum geti verið grundvöllur úrskurðar um dagsektir vegna brota á samningnum, sbr. 38. gr. barnalaga nr. 20/1992. Enn frekar kemur fram í kæru lögmannsins að túlkun sýslumannsins sé mótmælt og það talið að sá hljóti að vera tilgangur bamalaganna að foreldrar geti tekið ákvarðanir um hagi bama sinna með samningum og samkomulagi. Þess vegna sé það úrræði að fá samninga staðfesta hjá sýslumanni til þess að þeir samn- ingar hafi sömu réttaráhrif og úrskurðir. Lögmaðurinn segir ennfremur að sé túlkun sýslumannsins rétt þá væri búið að koma í veg fyrir að foreldrar semji um umgengni því sé forsjárlausu foreldri ljóst að það hafi ekki sömu réttar- úrræði með staðfestan samning og úrskurð megi búast við að það fáist ekki til samninga. Lögmaðurinn bendir einnig á að fari forsjárlaust foreldri fram á það við sýslumann að hann úrskurði um umgengni og forsjárforeldrið samþykki hjá sýslumanni kröfuna efnislega þá verði ekki kveðinn upp úrskurður. Með þessu móti væri hægt að gera forsjárlausu foreldri ókleift að ná fram rétti sínum og sé það ekki tilgangur 38. gr. barnalaga né laganna í heild. Lögmaðurinn bendir á að með tilliti til ofangreinds megi ljóst vera að ætlunin með setningu 38. gr. bamalaga hljóti að hafa verið sú að ná einnig yfir staðfesta samninga en ekki eingöngu úrskurði, ef ekki eðli málsins samkvæmt þá með lögjöfnun. I niðurstöðu ráðuneytisins segir að krafa lögmanns kæranda sé sú að ráðu- neytið breyti hinni kærðu ákvörðun á þann veg að lagðar verði dagsektir á móður á þeim grundvelli að samningur sem er staðfestur af stjómvaldi geti ver- ið grundvöllur úrskurðar um dagsektir vegna brota á honum, sbr. 38. gr. bama- laga nr. 20/1992. Segir einnig að í máli þessu liggi ekki fyrir úrskurður um um- gengni föður og barns. Ekki sé unnt að fallast á rök lögmanns föður um að samningur foreldra um umgengni er staðfestur hefur verið af sýslumanni eigi að hafa sömu réttaráhrif og úrskurður sýslumanns. Þá sé ekki heldur unnt að fallast á þau rök að ljóst megi vera að ætlunin með setningu 38. gr. barnalaga 219

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.