Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 52
hljóti að hafa verið sú að ná einnig yfir staðfesta samninga en ekki eingöngu úr- skurði ef ekki eðli málsins samkvæmt þá með lögjöfnun. Skilyrði þess að unnt sé að beita ákvæðum 38. gr. barnalaga sé að úrskurðað hafi verið um umgengn- ina. Skýra verði ákvæði 38. gr. barnalaga eftir orðanna hljóðan og er því hafnað að rýmka ákvæðið frá því sem orðalagið bendi til. Verði einnig að líta til þess að hið forsjárlausa foreldri geti ávallt óskað eftir úrskurði sýslumanns um um- gengni. Segir síðan í lokin að með vísan til 38. gr. bamalaga, þess sem að framan greini og rökstuðnings sýslumannsins sé með úrskurði þessum hin kærða ákvörðun sýslumanns um að hafna kröfu föður um álagningu dagsekta á hendur móður vegna meintra brota hennar á umgengnissamningi aðila hér með staðfest. 5. ÚRRÆÐI FORSJÁRLAUSS FORELDRIS í skjóli úrskurðar dómsmálaráðuneytisins verður dagsektum vegna brota á samningum um umgengni skv. 38. gr. barnalaga nr. 2071992 ekki beitt, hvort sem þeir eru staðfestir af sýslumanni eða ekki. Þá vaknar spumingin hvort það hafi yfirleitt nokkum tilgang að láta sýslumann hafa afskipti af samningum um umgengni sem foreldrar gera sín í milli. Sýslumanni ber, skv. 2. mgr. 37. gr. bamalaga, að hafa afskipti af samningum for- eldra telji hann að þeir fari í bága við hag og þarfir bamsins. Foreldrar sem óska staðfestingar sýslumanns á samningi um umgengni njóta því engrar frekari réttar- verndar en þeir sem gæta þess að blanda sýslumanni ekki í málefni sín. Því má lesa út úr ákvæði 2. mgr. 37. gr. að óþarft sé fyrir sýslumann að stað- festa samninga nema í þeim tilvikum þar sem um ágreining á milli aðila hafi verið að ræða og sá ágreiningur verið til úrskurðar hjá sýslumanni. Slíkum mál- um lýkur oft á tíðum með samkomulagi. Við slíka niðurstöðu í ágreiningsmáli má gera ráð fyrir því að sýslumaður hafi kannað, að því marki sem hann telur nauðsynlegt, aðstæður og hagi for- eldra, hæfni þeirra til að rækja umgengni við barn sitt og áhrif umgengninnar á barnið. Af þeim skyldum sem lagðar eru á sýslumann við úrlausn þessara mála þá er honum hvorki heimilt að úrskurða um umgengni né að samþykkja sam- komulag um umgengni þar sem ágreiningur hefur verið nema að undangenginni fullvissu um að niðustaðan sé barninu fyrir bestu. Með úrskurði dómsmálaráðuneytisins frá 28. nóvember s.l. er ljóst að for- sjárlaust foreldri er að bera rétt sinn fyrir borð með því að ljúka ágreiningsmáli um umgengni fyrir sýslumanni með sátt. Verði niðurstaðan í ágreiningsmáli um umgengni sú að báðir foreldrar skrifa undir samning um umgengni þá getur það foreldri sem brotið verður á ekki notið sömu réttarúrræða og sá sem hefur hafnað allri sátt og krafist þess að sýslumaður úrskurði um umgengnina. Það úrræði sem forsjárlaust foreldri hefur varðandi umgengni við bam sitt er að: 1. Gera samning við forsjárforeldri án atbeina utanaðkomandi aðila og sýslu- manns. Sá samningur er ekki grundvöllur dagsekta skv. 38. gr. barnalaga nr. 20/1992. 220

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.