Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 65

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Side 65
verður ekki breytt, að því marki seni þau eru lögmælt, nema með lögum og samtökunum verður ekki slitið án lagaheimildar. Meðlimirnir hafa ekki frjálsar hendur um þátttöku og skipan samstarfsins og er það einn grundvallar- munurinn á lögbundnum samtökum og félögum. 3.2.1 Opinber samtök Opinber samtök má nefna þau samtök sem eru stofnuð með lögum og fara með opinbert vald. Tilvist þeirra er lögbundin á sviði opinbers réttar og skipulag þeirra og verkefni eru ákveðin með lögum.17 Það er grundvallar- munur á opinberum samtökum og félögum. Þau heyra undir sitt réttarsviðið hvort, annars vegar opinberan rétt (oftast stjómsýslurétt) og hins vegar einkarétt (félagarétt). Þess vegna getur t.d. verið hægt að leita álits umboðsmanns Al- þingis á starfsháttum og ákvörðunum opinberra samtaka en hann léti ekki til sín taka ágreining um innra starf félaga. Félagafrelsisákvæði 11. gr. MSE og 2. mgr. 74. gr. taka ekki til opinberra samtaka. Það verður hins vegar að gera skýran greinarmun á opinberum sam- tökum og svo félögum sem fara að einhverju leyti inn á svið opinbers réttar í starfsemi sinni eins og raunin var t.d. um bifreiðastjórafélagið Frama. Töluvert er um það í íslensku þjóðfélagi að almennum félögum séu falin ýmis verkefni á sviði stjórnsýslu eða þeim sé með lögum eða í framkvæmd gefinn kostur á að hafa áhrif á töku ákvarðana á sviði hins opinbera, t.d. með því að skipa fulltrúa í opinberar nefndir og sjóði. Þótt félög fari með verkefni eða hafi áhrif á sviði opinbers réttar verða þau ekki þar með sjálfkrafa opinber samtök. Ef lögboðið hlutverk að opinberum rétti nægði eitt og sér til að félag teldist þar með opinber samtök væri hægur leikur fyrir ríkisvaldið að ganga fram hjá neikvæðu félagafrelsi manna og skerða þar með þau réttindi sem neikvæðu félagafrelsi er ætlað að vernda. 3.2.2 Einkaréttarleg skylduaðildarsamtök Loks er rétt að hafa í huga að lögbundin skylduaðildarsamtök eru ekki aðeins þekkt á sviði opinbers réttar heldur einnig á sviði einkaréttar. Húsfélög sem kveðið er á um í lögum nr. 26/1994 um fjöleignarhús og og veiðifélög sem ber að stofna samkvæmt lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði eru lögbundin skylduaðildarsamtök á sviði einkaréttar. Það er mat löggjafans að nauðsyn beri til að eigendur fjöleignarhúsa og eigendur veiðiréttar að sama veiðivatni eigi með sér formlegt samstarf til að ráða sameiginlegum málum um þessi eignarréttindi. Húsfélög og veiðifélög geta vart talist hefðbundin félög þegar 17 Sem dæmi um opinber samtök í íslenskum rétti má nefna sveitarfélögin, sbr. sveitarstjómarlög nr. 45/1998, og íslensku þjóðkirkjuna, sbr. lög nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkj- unnar. Einnig verður að telja Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Islands sem kveðið er á um í lög- um nr. 33/1968, Útflutningsráð íslands, sbr. lög nr. 114/1990, og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins sem starfar samkvæmt lögum nr. 1/1997 til opinberra samtaka. 233

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.