Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 68

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 68
61/1942 og dómsmálaráðherra falið eftirlit með samþykktum þess verður ekki séð að lögin takmarki á neinn hátt heimildir félagsins til að vinna að öðrum verkefnum en þeim sem leiða af lögboðnu hlutverki auk þess sem skipulag félagsins var ekki bundið í lögum. Lögmannafélagið hefur nýtt sér þetta svig- rúm sem lögin gefa og í raun hefur starfsemi og skipulagi félagsins verið hag- að eins og í hefðbundnum almennum félögum með lýðræðisskipulagi. Með hugtakinu almennt félag er átt við skipulagsbundin, varanleg samtök tveggja eða fleiri manna sem stofnað er til af fúsum og frjálsum vilja með einkaréttar- legum löggerningi í þágu ófjárhagslegs tilgangs.20 Frá upphafi gerðu lögin ráð fyrir því að félagið setti sér sjálft samþykktir en ekki dómsmálaráðherra. Lögin gera hvorki ráð fyrir að dómsmálaráðherra hafi almennt frumkvæði að breytingum á samþykktum né geti breytt ákvæðum samþykkta sem lagðar eru fyrir hann til staðfestingar.21 Með því að skylda félagið til að leggja samþykktir þess fyrir dómsmálaráðherra tryggði löggjafinn opinbert eftirlit með því að félaginu væru ekki settar reglur sem væru í brýnni andstöðu við lög eða það hlutverk sem félaginu var ætlað með lögunum eða gengju gegn hagsmunum einstakra félagsmanna eða mismunaði þeim með ólögmætum hætti og þá væntanlega í ljósi þeirrar meginreglu að samþykktir félaga, sem settar eru af meiri hluta félagsmanna, ráða úrslitum um réttarstöðu félagsins og meðlima þess. Loks má nefna að þótt gildi samþykkta hafi verið háð staðfestingu dómsmálaráðherra hafa þær ekki öðlast opinbert gildi í formi reglugerða eða auglýsinga í stjórnartíðindum ólíkt t.d. samþykktum dönsku lögmannasamtakanna.22 I núgildandi samþykktum lögmannafélagsins er kveðið á um tilgang félags- ins, stjórnkerfi þess og réttindi og skyldur félagsmanna. Tilgangur félagsins er samkvæmt 2. gr. samþykktanna að gæta hagsmuna félagsmanna og styrkja fé- lagsmenn, ekkjur þeirra og munaðarlaus börn. Samkvæmt samþykktunum kýs meiri hluti félagsmanna stjórn félagsins, endurskoðendur og nefndir, tekur ákvörðun um ávöxtun sjóða félagsins og um breytingu samþykkta og enn frernur fjárhæð félagsgjalda. Æðsta vald félagsins er þannig í höndum félags- 20 Þetta eru þau félög sem á dönsku eru nefnd „ideelle foreninger" en það hefur reynst erfitt að finna þessu félagaformi íslenskt nafn sem er lýsandi fyrir eðli þess. Heitið almennt félag virðist hins vegar vera að ná festu í íslensku lagamáli. Til almennra félaga teljast t.d. stjómmálaflokkar, íþrótta- félög, skákfélög, starfsgreinafélög, stéttarfélög, samtök vinnuveitenda og mannúðarfélög. 21 Með lögum nr. 24/1995 um breytingu á lögum nr. 61/1942 var reyndar sett ákvæði í 2. mgr. 7. gr. laganna um skyldu lögmannaféiagsins til að setja í samþykktir reglur um skyldu félagsmanna til að kaupa ábyrgðartryggingu, lágmark vátryggingarfjárhæðar og hámark eigin áhættu vátrygg- ingartaka. Samkvæmt 4. mgr. 7. gr. getur dómsmálaráðherra enn fremur lagt fyrir félagið að gera breytingar á reglum samþykkta um skyldu félagsmanna til að kaupa ábyrgðartryggingu hjá vá- tryggingafélagi og að öðrum kosti er honum heimilt að setja reglugerð um þessi atriði. 22 Núgildandi samþykktir dönsku lögmannasamtakanna eru birtar í Bekendtgprelse nr. 1073/1997 om godkendelse af ændringer i vedtægt for Det danske Advokatsamfund. Þær má finna undir vef- slóðinni http://www.retsinfo.dk/. 236

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.