Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 73
starfsemi en leiddi af hlutverki félagsins samkvæmt lögum nr. 61/1942 um
málflytjendur.
4.3.4 Þvingun til þátttöku í starfsemi sem var utan lögmælts hlutverks
var í andstöðu við 2. mgr. 74. gr. stjskr.
Með dómi Hæstaréttar er gripið inn í það sjálfræði sem lögmannafélagið
hefur notið um skipulag sitt og starfsemi. Niðurstaða Hæstaréttar er ekki á því
byggð að lög nr. 61/1942 um málflytjendur bindi starfsemi félagsins við lög-
mælt verkefni heldur er það skylduaðildin að félaginu sem takmarkar sjálfræði
þess. Niðurstaðan getur þess vegna ekki byggt á öðrum lagareglum en reglum
um neikvætt félagafrelsi og því verður að ætla að dómurinn sé reistur á nýju
ákvæði 2. mgr. 74. gr. stjskr. um neikvætt félagafrelsi þótt ekki sé vísað til þess
í forsendum dómsins.
Sú ályktun verður dregin af dómi Hæstaréttar að samkvæmt 2. mgr. 74. gr.
stjskr. verði félagsmenn skylduaðildarfélaga ekki þvingaðir til þátttöku í starf-
semi sem er utan marka lögmælts hlutverks félagsins og enn fremur að ekki
verði gerð sú krafa til félagsmanna þeirra að þeir elti ólar við einstakar ákvarð-
anir stjórnar eða félagsfundar sem falla utan lögbundins ramma. Ef skylduað-
ildarfélagi tekst ekki að sýna fram á að þær skyldur sem lagðar eru á félags-
menn séu einungis í þágu lögboðins hlutverks ber það hallann af því og félags-
menn verða ekki þvingaðir að lögum til að uppfylla slíkar skyldur. Undantekn-
ingarákvæði 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. um að skylda megi menn til aðildar
að félagi ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt „lögmæltu hlutverki“ tak-
markar sjálfræði skylduaðildarfélaga, a.m.k. gagnvart einstökum félagsmönn-
um, við þetta lögmælta hlutverk, forsendu skylduaðildarinnar
Við túlkun á dómi Hæstaréttar í lögmannafélagsmálinu verður að hafa í huga
hvemig málið var lagt fyrir dómstóla. I málinu var ekki deilt um lögmæti
skylduaðildar lögmanna að lögmannafélaginu og í forsendum dómsins er lögð
sérstök áhersla á það að skylduaðild að félaginu sé óumdeild.291 dómi Hæsta-
réttar er þess vegna ekki lagt mat á lögmæti skylduaðildar lögmanna að lög-
mannafélaginu samkvæmt lögum nr. 61/1942. Þess vegna er varhugavert að
29 Eftirfarandi athugasemdir er að finna í dómi Hæstaréttan „í máli þessu er ekki deilt um það, að
starfandi lögmönnum sé skylt að hafa með sér félag“. ... „Áfrýjandi viðurkennir skylduaðild sína
að félaginu að svo miklu leyti sem félagið einskorðar starfsemi sína við það stjómsýslu- og úr-
skurðarhlutverk á sviði opinbers réttar, sem því er ætlað samkvæmt lögum nr. 61/1942“. ... „Ve-
fengir hann ekki, að skylduaðild að því sé í samræmi við 2. málslið 2. mgr. 74. gr. stjómarskrár lýð-
veldisins íslands nr. 33/1944, sbr. 12. gr. stjómarskipunarlaga nr. 97/1995“.... „Eins og fyrr greinir
viðurkennir áfrýjandi skylduaðild sfna að stefnda að því er varðar hina lögbundnu starfsemi fé-
lagsins og er reiðubúinn að greiða árgjald til þess að standa undir þeirri starfsemi". ... „Tekið er
undir með héraðsdómi, að skylduaðild að stefnda, sem hér er viðurkennd, heimili ekki stjóm fé-
lagsins að krefja félagsmenn um önnur gjöld en þau, sem þarf til að sinna hinu lögboðna hlutverki
þess“.
241