Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 74

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Page 74
draga of víðtækar ályktanir af dóminum um lögmæti skylduaðildar að félaginu og starfsemi þess samkvæmt 2. mgr. 74. gr. stjskr. Dómurinn einskorðast við réttarstöðu félagsins gagnvart félagsmanninum sem vill ekki taka þátt í kostnaði af annarri starfsemi en leiðir af lögboðnu hlutverki en gerir ekki sérstakan ágreining um það að félagið sinni slíkri starfsemi. Það reyndi ekki á það í málinu hvort lögmannafélaginu væri heimilt sem skylduaðildarfélagi að sinna annarri starfsemi en leiðir af lögmæltu hlutverki eða hvort sú krafa verði gerð samkvæmt 2. mgr. 74. gr. stjskr. að starfsemi skylduaðildarfélaga sé ekki víð- tækari en nemur lögmæltu hlutverki. Því er enn ósvarað hvort það sjálfdæmi sem lög nr. 61/1942 veittu lögmannafélaginu um ákvörðun tilgangs og starf- semi sé í samræmi við 2. mgr. 74. gr. stjskr. Það verður að hins vegar að teljast vafasamt að skylduaðildarfélag megi reka hvers konar starfsemi ef þess er aðeins gætt að einungis þeir félagsmenn sem það vilja taki þátt í kostnaði af starfi hennar. Slík starfsemi mætti a.m.k. ekki brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum manna svo sem skoðana- og tjáningarfrelsi. 5. LÖGMANNAFÉLAGIÐ SAMKVÆMT LÖGUM NR. 77/1998 Ný lög um lögmenn nr. 77/1998 taka gildi 1. janúar nk. og falla þá úr gildi lög um málflytjendur nr. 61/1942. Lögin fela í sér umtalsverðar breytingar á stöðu lögmannafélagsins en lögmönnum er eftir sem áður gert skylt að eiga aðild að félaginu. Auk þess að vera liður í heildarendurskoðun löggjafar um réttarfarsleg málefni, eins og bent er á í greinargerð með frumvarpi að lögunum, var setning stjórnarskrárákvæðis um neikvætt félagafrelsi, sbr. 2. mgr. 74. gr. stjskr., eitt af því sem ýtti undir heildarendurskoðun laga um málflytjendur.30 5.1 Það átti að afnema skylduaðild I frumvarpi dómsmálaráðherra var gert ráð fyrir að skylduaðild að lög- mannafélaginu yrði aflögð og að eftirlit með störfum lögmanna yrði að öllu leyti fært frá félaginu til stjómvalda. Eftir sem áður skyldi lögmannafélagið vera í forsvari fyrir lögmannastéttina, setja lögmönnum siðareglur sem skyldu staðfestar af dómsmálaráðherra og stuðla að því að menn gætu notið aðstoðar lögmanna. I greinargerðinni er bent á að í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu og breytinga á stjómarskránni sé eðlilegt að stíga skrefið til fulls og afnema félagsskylduna og eftirlit félags lögmanna með störfum lögmanna. Einnig er vísað til breyttra viðhorfa hér og erlendis um það að skylda menn til aðildar að félagi sem m.a. hafi lýst sér í íslenska leigubílstjóramálinu. Sú aðstaða sé nú uppi að skilyrði 2. mgr. 74. gr. stjskr. um nauðsyn skylduaðildar vegna al- mannahagsmuna þurfi að vera fyrir hendi. A það er bent að vegna agavalds lögmannafélagsins samkvæmt lögum nr. 61/1942 ætti 2. mgr. 74. gr. stjskr. ekki 30 Frumvarp til laga um lögmenn, 122. löggjafarþing 1997-98, þskj. 57, bls. 9. 242

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.