Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1998, Síða 76
af Dómarafélagi íslands, einum af dómsmálaráðherra og einum af Hæstarétti en sá maður skal vera úr röðum lögmanna. Nefndin er stjórnvald í skilningi stjómsýslulaga nr. 37/1993 enda kveðið á um að meðferð mála fyrir nefndinni fari eftir þeim lögum, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 77/1998. Reyndar er óljóst hvernig þessi nefnd kemur saman en engin ákvæði eru í lögunum um hver hafi frumkvæði að skipun hennar. I ljósi þess að nefndin á að starfa í tengslum við lögmannafélagið má ætla að hugmyndin sé sú að lögmannafélagið hlutist til um að hún komi saman en hvorki er í lögunum eða áliti allsherjarnefndar að finna skýringu á því hvað felist í fyrrgreindu orðalagi. Nefndin er ekki eining innan stjórnskipulags félagsins. Akvarðanir hennar sæta ekki málskoti innan þess, sbr. 2. mgr. 4. gr., og það er útilokað að félagið megi setja ákvæði í samþykktir sínar um störf hennar enda er í 1. mgr. 4. gr. kveðið á um að nefndin eigi sjálf að setja sér reglur um meðferð einka- mála innan ramma stjómsýslulaga og ákvæða V. kafla laga nr. 77/1998. 5.3 Skylduaðild að félagi Það er umhugsunarefni að á sama tíma og lögmönnum er áfram gert skylt að eiga aðild að félaginu em gerðar breytingar á skipulagi og starfsemi félagsins sem era þess eðlis að lögmannafélagið færist nær því að verða talið félag í skilningi 74. gr. stjskr. og 11. gr. MSE. Fyrst má nefna að eftirlit dómsmálaráðherra með samþykktum félagsins er afnumið en opinbert eftirlit með samþykktum takmarkar, a.m.k. í orði kveðnu, það sjálfræði sem félög eiga að njóta. Einnig vekur athygli að lögmannafélagið er svipt opinberu agavaldi yfir félagsmönnum. Með nýju lögunum mun félagið ekki lengur búa yfir opinbera valdi til að taka ákvarðanir um réttindi og skyldur meðlima. Þótt tilvist lögmannafélagsins sé lögbundin samkvæmt lögum nr. 77/1998, eins og tíðkast um opinber samtök, og lögfest að félagið megi einungis hafa með höndum starfsemi sem mælt er fyrir urn í lögum og meginskylda félagsmanna sé samkvæmt 4. mgr. 3. gr. laganna að greiða félagsgjöld til að standa undir kostnaði af störfum félagsins og úrskurð- amefndarinnar, þá skortir töluvert á að hægt sé að telja félagið til lögbundinna samtaka hvorki á sviði opinbers réttar né einkaréttar. Má þar nefna að í lögunum era engin ákvæði um skipulag félagsins, þ.e. tilgang, valdsvið stjómar og félagsfundar og form ákvörðunartöku auk þess sem því er heimilað að starfrækja deildir um aðra starfsemi en leiðir af lögmæltu hlutverki félagsins. Félagið er óháð rrkisvaldinu sem hefur engan íhlutunarrétt um skipulag og innri starfsemi félagsins. Við gildistöku laga nr. 77/1998 mun ekki leika nokkur vafi á því að Lögmannafélag íslands telst félag í skilningi 2. mgr. 74. gr. MSE og 11. gr. MSE. 5.4 Vafi um nauðsyn skylduaðildar Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. verður skylda til aðildar að félagi að vera nauðsynleg til að félagið geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almanna- hagsmuna eða réttinda annarra. Það vekur athygli að í áliti allsherjarnefndar er ekki leitast við að rökstyðja að skilyrði 2. málsl. 2. mgr. 74. gr. stjskr. séu fyrir 244
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.