Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 8
herra, lét þau orð falla í þingumræðum um fullgildinguna haustið 1951, að rétt- indin í sáttmálanum væru í öllu því sem nokkru máli skipti þá þegar veitt borg- urunum berum orðum í íslenskri löggjöf og að nokkru leyti í stjórnarskránni. Þessi ummæli sýna ótvírætt, að ekki var talið, að með sáttmálanum væri verið að veita íslendingum ný réttindi heldur staðfesta með alþjóðasamningi þau, sem þeir þegar nutu. Var þannig frá upphafi talið, að íslensk löggjöf samræmdist í hvívetna ákvæð- um Mannréttindasáttmála Evrópu. Fullgilding hans leiddi til þjóðréttarlegrar skuldbindingar á réttindum, sem þegar voru talin vera fyrir hendi. Er þessi skoðun í samræmi við almennt viðhorf Islendinga á 19. og 20. öld. Þeir töldu lýðréttindin, sem þá voru að ryðja sér rúms, í raun sama eðlis og réttur Islend- inga á þjóðveldisöld til að leysa mál í krafti laga og réttar með virðingu fyrir einstaklingnum og án framkvæmdavalds, sem deildi og drottnaði. Sumarið 1992 var á hinn bóginn svo komið, eftir að íslenska ríkið tapaði máli Þorgeirs Þorgeirsonar rithöfundar fyrir mannréttindadómstólnum, að Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra ákvað að skipa nefnd undir formennsku Ragnhildar Helgadóttur, fyrrverandi ráðherra, til að huga að kostum og göllum þess að lögfesta mannréttindasáttmálann hér á landi. Nefndin lagði til að Mannréttinda- sáttmáli Evrópu yrði lögtekinn, lögfesting sáttmálans yrði til að auka réttar- öryggi og gekk hún eftir árið 1994. I áliti sínu tók nefndin afstöðu til þess, hver staða mannréttindasáttmálans ætti að vera gagnvart annarri löggjöf ríkisins. Unnt væri að gera ákvæði hans að hluta af stjómarskránni eða jafnsett henni eða stjómlögum rrkisins, þannig að almenn lög, jafnt yngri sem eldri, yrðu að víkja fyrir þeim. Lögfesting gæti einnig orðið með þeim hætti, að ákvæði sáttmálans yrðu gerð að almennum lög- um. Osamþýðanleg eldri lög yrðu þá að meginreglu að víkja fyrir ákvæðum sáttmálans eftir almennum lögskýringan-eglum, en lagagildi sáttmálans stæði hins vegar ekki í vegi fyrir því, að yngri lög yrðu sett í andstöðu við hann. Nefndin vildi ekki veita reglum sáttmálans stöðu stjómskipunarlaga, þótt hún segði það vel geta verið æskilega þróun, þegar til lengri tíma væri litið. Hún taldi þó ekki hægt að gefa sér, að yngri lög gætu vikið ákvæðum mannréttinda- sáttmálans til hliðar, þótt frumvarpið um lögfestingu hans yrði samþykkt. Er forvitnilegt að rifja upp þessar vangaveltur okkar, sem sátum í nefndinni, í ljósi viðfangsefnis málþingsins. A milli línanna skín sú hugsun nefndarinnar, að mannréttindasáttmálinn hafi þrátt fyrir allt nokkra sérstöðu til áhrifa á íslenskan rétt, þótt hann hafi formlega stöðu almennrar löggjafar. Nefndin sló þó var- nagla, því að skýrt er tekið fram í annarri grein laganna um lögleiðingu sátt- málans, að úrlausnir mannréttindanefndarinnar, mannréttindadómstólsins og ráðherranefndar Evrópuráðsins séu ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Er rétt að árétta, að þessari lagagrein er auðvitað ekki fremur en öðrum ætluð þau örlög að verða orðin tóm eða kafna í skýringum til að gera hana að engu. Spumingar hafa vaknað um þá skoðun nefndarinnar, að ósamþýðanleg eldri lög víki fyrir ákvæðum sáttmálans. Ármann Snævarr, prófessor og fyrrverandi 342
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.