Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 9
hæstaréttardómari, hefur minnt á í afmælisriti til heiðurs Gauki Jörundssyni, dómara Islands í mannréttindadómstólnum, að gæta verði þess að lögin frá 1994 séu almenn lög og það sé sérstakt skoðunarefni, hvort þau geti rýmt út sérhæfðum eldri lagaákvæðum. Gildi um þetta almennar lögskýringarreglur og viðhorf. Texta íslensku laganna á að túlka samkvæmt slíkum almennum reglum en innan mannréttindadómstólsins láta menn ekki við það eitt sitja að dæma eftir orðum mannréttindasáttmálans heldur taka, eins og við vitum, sér jafnframt fyrir hendur að skýra og geta sér til um, hvemig þessum orðum yrði hagað við núverandi aðstæður, og túlka síðan ákvæði sáttmálans í samræmi við það. Er þetta gjarnan gert á þeirri forsendu, að sáttmálinn sé það, sem menn kalla „lifandi texti“. Sterk og góð rök era að sjálfsögðu fyrir því, að gildi mannréttindasáttmálans samkvæmt lögum nr. 62/1994 geti aldrei orðið meira en gildi þeirra laga. Löggjafinn sem sat á árinu 1994 geti ekki bundið hendur löggjafans, sem situr árið 2003, og allt tal um að mannréttindasáttmálinn hafi nokkurs konar „stjóm- arskrárígildi“ sé einungis lögfræðileg óskhyggja þeirra, sem láti berast með tískustraumum, jafnvel frá Strassborg. Hugleiðingar í nefndaráliti breyti engu um þetta, enda hafi löggjafinn á hverjum tíma ekki vald til að binda hendur síðari löggjafa og geti ekki veitt sjálfum sér slíkt vald í krafti álits nefndar, þótt skipuð sé hinu besta fólki. Þá hafi dómstólar hvorki umboð né vald til að hefja þessi almennu lög á æðri stall. Um leið og þessi rök eru áréttuð, er gjaman einnig vakin athygli á því, að dómarar í mannréttindadómstólnum geti ekki túlkað mannréttindasáttmálann eftir því, sem þeir meta vindáttina hverju sinni, og borið fyrir sig, „lifandi“ eðli sáttmálans. Fulltrúar fullvalda ríkja hafi ritað undir sáttmálann á sínum tíma og skuldbundið þar með ríkin til að virða að þjóðarétti þann texta, sem í sáttmálan- um er að finna. Þess vegna sé full ástæða til að spyrja: Nær hin þjóðréttarlega skuldbinding til annars en þessa texta? Eða er textinn aðeins leir, sem dómarar geta hnoðað að eigin vild, og skapað ríkjum þannig nýjar þjóðréttarlegar skyld- ur? Góðir áheyrendur! Spumingamar eru þannig margar sem vakna, þegar rætt um áhrif mannrétt- indasáttmálans frá lögfræðilegum sjónarhóli. í þeim umræðum efumst við ekki um gildi þess að semja um vemd mannréttinda eins og gert er í Mannréttinda- sáttmála Evrópu, þar sem í meginatriðum er litið til frelsisréttinda einstaklinga til að haga lífi sínu, skoðunum og athöfnum að eigin vild, án þess að eiga á hættu afskipti eða íhlutun ríkisins. Hinu má velta fyrir sér, hvort um of sé þrengt að svigrúmi þjóðríkisins með lögskýringum á alþjóðasamningum, lögskýring- um, sem standast ef til vill ekki fyllilega, þegar betur er að gáð, svo að enn sé vitnað til vamaðarorða prófessors Armanns Snævars. Evrópuráðið var stofnað til að berjast fyrir lýðræðislegum stjórnarháttum undir lok fimmta áratugarins, þegar frjáls ríki og frjálsar þjóðir álfunnar töldu 343
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.