Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 20
þjóðréttarsamninga óháð málefnasviði, þótt mismunandi mikið geti reynt á þá
eðli málsins samkvæmt. (ii) Samkvæmt íslenskri lagaframkvæmd er reglan
ekki bundin við almenn lög (og almenn stjórnsýslufyrirmæli) heldur á hún við
með sama hætti þegar skýrð eru ákvæði stjómarskrárinnar. (iii) Reglunni er oft-
ast beitt með því að vísað er til þjóðréttarreglna til að ná fram skýringu lands-
réttar, þ.m.t. stjórnarskrár, sem stuðlar að ríkari vernd réttinda borgaranna en
ella myndi leiða af viðkomandi lögum. Reglan er þó ekki takmörkuð við þetta,
heldur virðist af dómum einnig mega draga þá ályktun að skýringu til samræm-
is við ólögfesta þjóðréttarreglu megi beita til að skjóta stoðum undir skýringu
landsréttar, hvort heldur eru ákvæði almennra laga eða stjórnarskrár, sem lög-
helgar íþyngjandi ráðstafanir stjórnvalda og takmarkanir á réttindum sem
stjómarskráin annars verndar. Þá er áréttað að einstaka dómar Hæstaréttar
ganga lengra en rúmast innan skýringarreglunnar, sbr. einkum H 1992 174.
4. DÓMAFRAMKVÆMD UM BEITINGU MSEL.
Dómum þeim sem hér um ræðir þykir mega skipa í a.m.k. fimm flokka.
Dómar þar sem vísað er til laga nr. 62/1994 við skýringu ákvæða stjórnarskrár-
innar (4.1). Dómar þar sem vísað er til laganna með hliðstæðum hætti og ann-
arra almennra laga (4.2). Dómar þar sem ákvæði laganna eru ráðandi við skýr-
ingu ákvæða almennra laga með hliðstæðum hætti og ákvæði stjómarskrár
(4.3). Dómar þar sem lögunum er beitt ásamt ákvæði stjórnarskrár, því til stuðn-
ings eða frekari fyllingar (4.4). Dómar, þar sem vísað er til ákvæða laganna
ásamt ákvæði stjómarskrár þegar metið er stjórnskipulegt gildi laga (4.5).
4.1 Áhrif msel. við skýringu ákvæða stjórnarskrárinnar
Áður en dómar verða raktir er nauðsynlegt að fara nokkmm orðum um und-
irbúning breytinga þeirra sem gerðar voru á mannréttindakafla stjómarskrárinn-
ar með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995. í lögskýringargögnum kemur fram að
eitt af markmiðunum var að færa ákvæði stjómarskrárinnar til samræmis við
hliðstæð ákvæði alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem íslenska ríkið er aðili
að. Var það ekki síst Mannréttindasáttmáli Evrópu sem hafður var í huga, eins
og endurtekið er staðfest í greinargerð með frumvarpi því til stjómskipunarlaga
sem varð að lögum nr. 97/1995.10 Mannréttindasáttmálinn var þegar orðinn að
lögum þegar nefnd stjórnskipunarlög tóku gildi. Ef því er haldið til streitu að
msel., sem lögfesta ákvæði sáttmálans, hafi sama gildi og hver önnur almenn
lög má segja, að formlega séð, hafi mannréttindaákvæði stjómarskrárinnar ver-
ið færð til samræmis við ákvæði um sama efni sem fyrir vom í almennum lög-
um.* 11 Með þessum athugasemdum í greinargerð með frumvarpi til stjórnskip-
unarlaga nr. 97/1995 voru hin nýju stjórnarskrárákvæði með mjög afgerandi
10 Alþt. A 1994 (þskj. 389), einkum bls. 2073 og 2077-2080.
11 Hér ber þess þó að geta að að hluta til var unnið samhliða að breytingum á stjómarskránni og
undirbúningi að lögfestingu mannréttindasáttmálans.
354