Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 22
1976 og öðlaðist gildi 14. febrúar 1976, alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem fullgiltur var 22. ágúst 1979 og öðlaðist gildi 22. nóv- ember 1980 og samþykkta ILO nr. 87 um félagafrelsi og verndun þess og nr. 98 um beitingu grundvallarreglna um réttinn til að stofna félög og semja sameiginlega, sem báðir hafi verið fullgiltir af Islands hálfu. Þá er bent á að ákvæði 1. mgr. 74. gr. stjórn- arskrárinnar sé hliðstætt 1. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans. I 74. gr. sjómarskrár- innar hafi hins vegar ekki verið tekið upp ákvæði sem sé sambærilegt 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans. Þá segir orðrétt í héraðsdómi: „Akvæði mannréttindasátt- málans njóta ekki stöðu stjórnskipunarlaga. Með vísan til greinargerðar með frum- varpi því sem varð að lögurn nr. 97/1995 um breytingu á stjórnarskránni og dóma Hæstaréttar um túlkun á ákvæðum stjórnarskrár þykir rétt að túlka félagafrelsisá- kvæði 74. gr. stjórnarskrár með hliðsjón af 1. og 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmál- ans. Samkvæmt framangreindum athugasemdum við 74. gr. í greinargerð með frum- varpinu verður ákvæðið ekki talið veita félagafrelsi rninni vernd en 11. gr. mannrétt- indasáttmálans gerir ráð fyrir.13 Með vísan til viðtekinnar túlkunar á 1. og 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans verður að túlka 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar svo að ákvæðið verndi ekki einungis rétt manna til að stofna stéttarfélög heldur verndi það einnig frelsi stéttarfélaga til að standa vörð um og tryggja hagsmuni félagsmanna sinna. Samningafrelsi félaganna er leið að slíku marki og nýtur því sérstakrar vemd- ar. Líta verður svo á að verkfallsrétturinn sé í þeim skilningi hluti af samningsfrelsi þeirra þegar litið er til þess eðlis hans að hann er lögbundin leið til að knýja gagnað- ila til að ganga til samninga". Síðar í dóminum segir: „Með hliðsjón af 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans, 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar og þeim alþjóðasamn- ingum um félagsleg réttindi sem líta má til við skýringar á 74. og 75. gr. stjórnar- skrárinnar, verður 1. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar ekki talin fela í sér skilyrðislausa vernd verkfallsréttar stéttarfélaga. Hins vegar verður að líta svo á að samningafrelsi verkalýðsfélaga og beitingu verkfallsréttar megi aðeins skerða með lögum og því að- eins að uppfylltum sambærilegum skilyrðum og fram koma í 2. mgr. 11. gr. mann- réttindasáttmálans“. Ennfremur segir: „Framangreindir alþjóðasamningar um félags- leg réttindi hafa allir verið fullgiltir af Islands hálfu en ekki verið lögfestir hér á landi. Með vrsan til áhrifa þeirra á túlkun 11. gr. mannréttindasáttmálans þykir einnig rétt að horfa til þeirra við túlkun á 74. gr. stjómarskrárinnar að því leyti sem þeir fjalla um réttindi stéttarfélaga og Mannréttindadómstóllinn hefur vtsað til þeirra við túlk- un á 11. gr. mannréttindasáttmálans". Og að lokum: „Af 1. mgr. 74. gr. og 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar eins og ákvæðin verða túlkuð með hliðsjón af 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans og öðrum framangreindum ákvæðum alþjóðlegra sáttmála um félagsleg réttindi þykir hins vegar leiða að gera verður strangar kröfur til laga- setningar sem banna tiltekin verkföll eða verkbönn“. Niðurstaðan varð sú að kröfum Alþýðusambandsins var hafnað, að öðru leyti en varðandi nánar tilgreind aðildarfé- lög. Niðurstaðan var staðfest í Hæstarétti með vísan til forsendna héraðsdóms. 13 Hér er vísað til athugasemda í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 97/1995, varðandi tengsl félagafrelsisákvæðisins við hliðstæð ákvæði í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um stjómmálaleg og borgaraleg réttindi og Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Sjá Alþt. A 1994 (þskj. 389), bls. 2105-2107. 356
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.