Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 23
Af dómi þessum er ljóst að 1. og 2. mgr. 11. gr. Mannréttindasáttmála Evr- ópu hefur úrslitaþýðingu varðandi skýringu félagafrelsisákvæðisins í 74. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 75. gr. hennar. Þá staðfestir dómurinn einnig hin ríku áhrif sem ólögfestir alþjóðasamningar geta haft við skýringu stjórnarskrár- innar. Þessi áhrif mannréttindasáttmálans í dóminum eru mjög rík og vert að skoða þessi ákvæði hans svolítið nánar. í 74. gr. stjómarskrárinnar, eins og hún er eftir breytingarnar sem gerðar voru með lögum nr. 97/1995, er mælt fyrir um rétt manna til þess að stofna félög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með tal- in stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess að sækja um leyfi. Þá er í 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar mælt svo fyrir að í lögum skuli kveðið á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu. í 1. og 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans segir: 1. Rétt skal mönnum að koma saman með friðsamlegum hætti og mynda félög með öðmm, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hagsmunum sín- um. 2. Eigi skal réttur þessi háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis eða almanna- heilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða réttindum eða frelsi. Akvæði þessarar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu að löglegar takmarkanir séu settar við því að liðsmenn hers og lögreglu eða stjórnarstarfsmenn beiti þessum rétti. Athygli er vakin á því að í stjórnarskránni er ekki að finna ákvæði sem er hliðstætt 2. mgr. 11. gr. mannréttindasáttmálans. Samt er í dóminum gengið út frá því að skýra verði 74. og 75. gr. stjómarskrárinnar með hliðsjón af þessu ákvæði sáttmálans, þannig að rétturinn samkvæmt tilvitnuðum ákvæðum stjórnarskrárinnar sæti sambærilegum takmörkunum og þar er kveðið á um. Samkvæmt þessu er stjómarskráin skýrð með hliðsjón af sáttmálanum til að löghelga lögbundnar takmarkanir á réttindum samkvæmt 74. og 75. gr. stjórn- arskrárinnar. I þessu sambandi er einnig vert að benda á að í Danmörku er regl- an um skýringu til samræmis við þjóðréttarskuldbindingar aðeins talin eiga við til að treysta réttindi einstaklinga, en ekki til að renna stoðum undir takmarkan- ir á réttindum.14 Aftur verður hér að hafa í huga athugasemdir í greinargerð með fmmvarpi því sem varð að stjómskipunarlögum nr. 97/1995 sem fela í sér ráða- gerðir um þessar lögskýringaraðferðir. í reynd raskar sú aðferð við lögskýringar sem notuð er í H 1995 1444 og í dóminum frá 14. nóvember 2002 viðteknum viðhorfum um tengsl réttarheim- ildanna og lögskýringar. Frá formlegu sjónarmiði samræmist það ekki vel við- teknum hugmyndum að almenn lög, í þessu tilviki ákvæði mannréttindasátt- málans, sem standa skör lægra sem réttarheimild, hafi með þessum hætti afger- 14 Sjá t.d. Gulman: „Folkeret som retskilde“ (1991), bls. 266. 357
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.