Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 24
andi þýðingu við skýringu stjórnarskrár. í fyrrnefnda málinu leiðir þessi aðferð við skýringu stjórnarskrárinnar til þess að lög, sem lengi höfðu verið í gildi, voru talin andstæð stjómarskránni eins og hana ber að skýra í ljósi sáttmálans og laga nr. 62/1994. Það breytir engu um þessa niðurstöðu þótt ráðagerðir um þessa aðferðarfræði sé að finna bæði í frumvarpi til laga nr. 62/1994 og einnig frumvarpi til stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Með þessari framsetningu verða almenn lög einfaldlega ráðandi um inntak mannréttindaákvæða stjórnarskrár- innar, hvað sem líður formlegri stöðu þeirra sem almennra laga. Þá breytir sá formlegi greinarmunur sem unnt er að gera milli laganna sem lögfesta samning- inn annars vegar og þjóðréttarskuldbindinga þeirra sem felast í samningnum hins vegar engu um þessa niðurstöðu, enda standa ólögfestar þjóðréttarskuld- bindingar skör lægra sem réttarheimildir en almenn lög og raunar umdeilt með- al íslenskra fræðimanna hvort slíkar þjóðréttarskuldbindingar teljast yfir höfuð til réttarheimilda. Af stöðu sáttmálans sem almennra laga leiðir m.a. að formlega bindur hann ekki hendur löggjafans í framtíðinni við setningu nýrra reglna sem kunna að brjóta í bága við hann. Slík löggjöf, að svo miklu leyti sem hún kann að vera andstæð ákvæðum sáttmálans, fæli þó að sjálfsögðu í sér brot á skuldbinding- um íslenska ríkisins samkvæmt sáttmálanum. Aftur á móti er það óljóst hvort og þá að hvaða marki slíkt gæti orðið grundvöllur að einkaréttarlegum kröfum á hendur íslenska ríkinu af hálfu þeirra sem telja að á sér hafi verið brotinn rétt- ur og hafa orðið fyrir tjóni vegna þess. Þótt hér sé um efni að ræða sem að nokkru fellur utan við meginefni ritgerðarinnar er engu að síður ástæða til að fara um það nokkrum orðum. Bent er á dóm Hæstaréttar Islands H 1998 2528 í því sambandi, en dómurinn gefur tilefni til margvíslegra hugleiðinga um stöðu mannréttindasáttmálans að þessu leyti, þótt ekki verði ítarlega fjallað um það efni hér. Atvik málsins voru þau að K höfðaði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna tjóns sem hann hafði orðið fyrir við málaferli sín gegn Faghúsum hf., sbr. dóm Hæstaréttar H 1995 1613, þar sem Hæstiréttur vísaði málinu heim í hérað vegna þess að staða dómarafulltrúa uppfyllti ekki grunnreglur stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómsvaldsins. Byggði K kröfu sína á því að ríkið bæri skaðabótaábyrgð á þeirri laga- setningu sem var grundvöllur starfa dómarafulltrúans, sem hvorki stóðst ákvæði stjórnarskrárinnar né ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. í dómi Hæstaréttar seg- ir. „Svo sem fram er komið, var það niðurstaða Hæstaréttar 7. júní 1995 í máli því, sem stefndi hafði skotið til réttarins, að málið hefði ekki fengið þá meðferð fyrir hér- aðsdómi, sem stæðist áskilnað stjómarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um sjálfstæði dómsvaldsins. Þótt meðferð Héraðsdóms Reykjavíkur á málinu, að því er varðar úthlutun til dómarafulltrúa og umfjöllun hans um málið, hafi verið í samræmi við það, sem tíðkast hafði, var engu að síður brotinn réttur á stefnda við meðferð þessa með þeim afleiðingum, að málskot hans til Hæstaréttar ónýttist. Við úrlausn þess, hvort stefndi eigi rétt á því að fá bættan þann kostnað, sem sannanlega megi rekja til þessa, verður að líta til þess, að hér var um brot á mikilvægum grundvallar- réttindum að ræða, sem meðal annars er kveðið á um í mannréttindasáttmála Evrópu, 358
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.