Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Blaðsíða 26
breytingum þeim sem gerðar voru á stjórnarskránni með stjórnskipunarlögum nr. 97/1995. Þessi lagaframkvæmd vitnar þar með urn vilja til þess að full- nægja þeim skuldbindingum sem íslenska ríkið hefur tekið á sig á þessu sviði. A hinn bóginn er það hlutverk stjórnarskrárinnar að skilgreina stöðu íslenska ríkisins sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis í samfélagi þjóðanna og hún er sá grunnur sem íslensk réttarskipun er reist á. Stjórnarskráin á þannig að vera fallin til þess að skapa festu um stjórnarframkvæmd, sem reist sé á innlendri lagahefð í víðum skilningi. Tekur það bæði til hugmynda um skiptingu ríkis- valds í valdaþætti og verkaskiptingu milli þeirra, svo og til hugmynda um vernd mannréttinda og lýðræði. Breytileg skýring ákvæða stjórnarskrárinnar til samræmis við nýja alþjóðasáttmála um mannréttindi eða breytingar á skýr- ingu þeirra og framkvæmd fyrir alþjóðlegum stofnunum getur verið til þess fallin að raska þeirri festu í stjórnarframkvæmd sem eðlilegt er að gera ráð fyr- ir að stjórnarskráin standi vörð um. Þetta mætti einnig orða svo að fullveldis- réttindi íslenska ríkisins í mannréttindamálum séu á óbeinan hátt framseld til þeirra aðila sem að stjórnlögum hafa heimild til að stofna til þjóðréttarskuld- bindinga eða eftir atvikum til alþjóðlegra stofnana. Sú ríka tilhneiging ís- lenskra dómstóla að taka mið af þjóðréttarlegum skuldbindingum við skýringu stjórnarskrárinnar hljóta þannig að kalla á sérstakt mat á hugsanlegum áhrifum slíkra skuldbindinga á skýringu og beitingu ákvæða stjórnarskrárinnar áður en til þeirra er stofnað. 4.2 Beiting msel. sem almennra laga Finna má dóma þar sem dómsniðurstaða er reist sjálfstætt á ákvæðum laga nr. 62/1994, með algjörlega hliðstæðum hætti og á við um lög endranær. H 1996 8 í málinu var gerð krafa um að héraðsdómari viki sæti, þar sem hann væri vanhæfur af ástæðum sem nánar eru raktar í dóminum og vísað til laga um meðferð einkamála, sbr. og einnig ákvæði 1. og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. í úrskurði héraðs- dómara var ekki fallist á að dómara bæri að víkja sæti vegna þeirra ákvæða einka- málalaga sem til var vitnað. Þá var tekið sérstaklega fram, að ekkert hefði komið fram sem benti til annars en að sóknaraðili hafi notið þess réttar sem honum væri veittur í 1. og 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Urskurður- inn var staðfestur í dómi Hæstaréttar með vísan til forsendna hans. Hér er 1. og 6. gr. mannréttindasáttmálans beitt með sama eða alveg hlið- stæðum hætti og almennum lögum endranær og kveðið svo á, að sakborningur hafi notið þeirra réttinda sem mælt er fyrir um í tilvitnuðu ákvæði. H 1997 11 í málinu var deilt um það hvenær aðalmeðferð skyldi fara fram. Dagsetningu, sem héraðsdómari hafði í huga, var andmælt af sækjanda og verjanda, þar sem þeir töldu frestinn of skamman. Fallist var á það með sækjanda og verjanda að héraðsdómari 360
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.