Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 33
um skjölum sem innihalda skýrslur vitna eða annarra sakbominga fyrir lög- reglu, væru samrýmanleg sáttmálanum og stjómarskránni. Hér skiptir máli að Hæstiréttur sér ástæðu til að prófa sérstaklega hvort lög þessi samrýmist sátt- málanum. Um þetta eiga við sömu athugasemdir og hér að framan. H 1997 2908 I málinu var J ákærður fyrir að aka tvívegis undir áhrifum áfengis. Þá hafði hann í aprfl 1994 hlotið skilorðsdóm vegna fíkniefnabrota sem drýgð voru á árinu 1986. í þeim dómi var öll refsingin, 12 mánaða fangelsi, bundin skilorði. Ákærði rauf skil- orð þess dóms með þremur brotum gegn umferðarlögum í júlí 1994 og var felldur dómur á þau í desember 1994, þar sem skilorðsrefsing samkvæmt fyrri dómi var tek- in upp og ákærði dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundna. Saksóknari krafðist þess að inn í ákvörðun refsingar í nýja málinu yrði tekinn skil- orðshluti dómsins frá 1994. í dómi Hæstaréttar segir: „Skilorðsrefsingin, sem ákæru- valdið krefst nú að verði tekin upp á ný, á rætur að rekja til fíkniefnabrota ákærðs, sem drýgð voru fyrir nærri 12 árum. Þau brot hans og brotin í þessu máli eru mjög mismunandi tegundar. Samkvæmt því og þar sem dómur nú um óskilorðsbundna refsingu vegna eldri brotanna fengi ekki staðist í ljósi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár- innar, sbr. 8. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, svo og 1. mgr. 6. gr. samnings um vemd mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, þykir rétt að neyta heimildar 60. gr. almennra hegningarlaga með áorðnum breytingum til að láta eldri skilorðsdóm 30. desember 1994 haldast". Dómurinn fjallar ekki beint um stjómskipulegt gildi almennra laga, en á samt erindi hér þar sem álitaefnið er hvort það fengi samrýmst grundvallarregl- um að beita lögum með þeim hætti að tekin yrði upp skilorðsdómur á þann veg sem saksóknari krafðist. í dóminum er ákvæði 70. gr. stjómarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans beitt saman við þetta mat. Prófað var í mál- inu hvort það stæðist gagnvart þessum ákvæðum, að taka eldri skilorðsdóm upp og virðist ekki hafa verið gerður greinarmunur á gildi stjómarskrárinnar annars vegar og mannréttindasáttmálans hins vegar að því er varðar mat á því atriði. H 1997 3700 I Hæstarétti var því borið við að það stæðist ekki 70. gr. stjómarskrárinnar, sbr. og 8. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, og 6. gr. samnings um vemdun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu, að dómarafulltrúi kvæði upp gæsluvarðhaldsúrskurð eins og mælt er fyrir um í 2. mgr. 6. gr. laga nr. 62/1989, sbr. 1. gr. laga nr. 80/1995. í Hæstarétti er tekið fram að í lögum sé viðhlít- andi stoð fyrir þessu hlutverki dómarafulltrúa. Segir síðan: „Sú heimild stenst tilvitn- uð ákvæði stjómarskrárinnar og mannréttindasáttmála ásamt 3. mgr. 67. gr. stjómar- skrárinnar svo sem henni var breytt með 5. gr. stjómskipunarlaga nr. 97/1995, sbr. dóma Hæstaréttar, sem birtir eru í dómasafni 1995 á bls. 1673 og 2172“.22 22 Sjá einnig H 1998 734. 367
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.