Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 34
Hér eiga við sömu athugasemdir og áður. Því má bæta við að lögin sem á reyndi í málinu voru yngri en lög nr. 62/1994 og hefðu hin síðamefndu því eft- ir hefðbundum sjónarmiðum ekki átt að skipta máli þar sem þau eru eldri lög. Engu að síður er hér prófað sérstaklega hvort yngri lögin séu samrýmanleg sátt- málanum, sbr. lög nr. 62/1994. Hér þykir einnig rétt að nefna dóm Hæstaréttar 18. desember 2000 í máli nr. 419/2000. M höfðaði mál gegn K og krafðist viðurkenningar á því að hann væri faðir barns K. Krafðist K frávísunar málsins frá héraðsdómi með þeim rökum að M gæti ekki átt aðild að faðernismáli, enda væru aðilar að slíkum málum tæmandi taldir í 1. og 2. mgr. 43. gr. barnalaga nr. 20/1992. Við úrlausn málsins hafði Hæstiréttur hliðsjón af breytingum sem gerðar voru á stjórnarskránni eftir gildistöku barnalaga, þar sem í 65. og 70. gr. væru stjórnarskrárbundin ákvæði um jafnræði borgaranna og rétt þeirra til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur fyrir dómstóli. Einnig var vísað til ríkra hagsmuna bamsins sjálfs af því að vera réttilega feðrað. Við mat á því hvort M skyldi heimilt að fá efnisúrlausn um kröfur sínar vó sú staðreynd þungt að hann hafði leitt að því líkur að hann gæti verið faðir barns K. í dómi Hæstaréttar segir: „Fallast ber á það með sóknaraðila að löggjöf, sem við þessar aðstæður takmarkar rétt manns til fá úrlausn dómstóla um málefni er varða hagsmuni hans, brjóti gegn 70. gr. stjórnar- skrárinnar, sbr. einnig 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu“. Hér kemst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að 1. mgr. 43. gr. barnalaga hafi verið andstæð 70. gr. stjórnarskrárinnar og „einnig" 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. í þessari framsetningu felst að prófað var sérstaklega hvort tilvitnað ákvæði barnalaga samrýmdist mannréttindasáttmálanum. Niðurstaðan var sú að svo væri ekki og yrði ákvæðinu, m.a. af þeirri ástæðu ekki beitt, til að takmarka rétt M til að höfða mál til viðurkenningar á faðerni sínu. Þótt lög nr. 62/1994 séu yngri en ákvæði barnalaga skýrir það ekki hvers vegna ákvæði barnalag- anna er látið víkja, enda er ákvæði bamalaganna sérregla gagnvart þeirri al- mennu reglu sem felst í sáttmálanum. Af þessu verður ekki dregin önnur álykt- un en sú, að vegna eðlis þeirra réttinda sem lögin um mannréttindasáttmálann mæla fyrir um gangi þau framar öðrum hliðsettum lagaákvæðum og hafi stöðu sem að nokkru má jafna til ákvæða stjórnarskrárinnar. í fjölmörgum öðrum dómum er msel. beitt með hliðstæðum hætti, þar sem lögunum er beitt með stjórnarskránni við mat á stjórnskipulegu gildi laga þótt orðalag einstakra dóma sé að þessu leyti mismunandi, sbr. t.d. H 1996 2972, H 1996 4284, H 1997 3419, H 1998 516, H 1998 693, H 1999 781, H 1999 857, H 1999 1916, dóm Hæstaréttar 6. desember 2001 í máli nr. 308/2001, dóm Hæstaréttar 22. apríl 2002 í máli nr. 156/2002 og dóm Hæstaréttar 6. júní 2002 í máli nr. 25/2002. Vísað er til Mannréttindasáttmála Evrópu með einum eða öðrum hætti í mun fleiri dómum en hér hafa verið nefndir, en þeir gefa ekki tilefni til þess að af þeim verði dregnar sérstakar ályktanir um stöðu sáttmálans sem réttarheimild- 368
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.