Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 44
Samkvæmt hlutarins eðli sýnist og hliðstæð regla vart geta átt við um útvarp, enda mun tilsvarandi stjórnarskrárákvæði hvergi vera talið taka til þess.8 Að frátöldu hinu afdráttarlausa banni við ritskoðun og öðrum fyrir fram tálmunum við prentfrelsinu tilgreindi 72. gr. stjskr. ekkert um aðrar takmarkanir á rétti manns til þess að láta í ljósi hugsanir sínar á prenti nema að hann yrði að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ekki var þess nánar getið hvaða ástæður gætu réttlætt slíkar eftirfarandi takmarkanir á réttindunum. Dómstólar höfðu þó ekki frjálsar hendur er þeir skáru úr um hvort menn skyldu sæta ábyrgð fyrir dómi. Byggt var á lagaáskilnaðarreglu, þ.e. að takmörkun réttinda yrði að eiga stoð í lögum. Hins vegar var litið svo á að löggjafinn hefði frjálsar hendur að mestu, bæði um skilyrði fyrir ábyrgðinni og um ábyrgðina sjálfa. Ólafur Jóhannesson tekur þó fram, að þótt sú meginregla gilti að löggjafanum væri í sjálfsvald sett að ákveða hin efnislegu takmörk fyrir málfrelsi og ritfrelsi, sætti sú regla nokkrum undan- tekningum. I því sambandi bendir hann sérstaklega á að löggjafann bresti vald til að leggja refsingu við ummælum, hvort heldur eru á prenti eða annars staðar, sem stjórnarskrárgjafinn hafi sérstaklega helgað eða heimilað, t.d. stjórnarskrárvarinn rétt manna til að þjóna guði með þeim hætti sem best á við um sannfæringu hvers og eins. Eins myndi það ósamþýðanlegt stjórnarskránni að leggja refsingu við stjórnmálaumrœðum og pólitískri gagnrýni.9 Ólafur reif- ar þó ekki nánar með hvaða hætti skerðing á rétti til frjálsra stjórnmálaumræðna eða pólitískra umræðna yrði talin fara í bága við stjórnarskrána, en í ljósi fyrri umfjöllunar um takmarkað gildissvið prentfrelsisákvæðisins mætti ætla að slíka vemd hefði tæplega mátt leiða af 72. gr. ef um ræddi annan tjáningarhátt en prentað mál.10 í síðari fræðiskrifum Ólafs lýsir hann þeirri skoðun að löggjafi og dómstólar verði einnig að hafa í huga það grundvallarsjónarmið sem býr að baki 72. gr. að tryggja mönnum skoðanafrelsi og tjáningarrétt með tilteknum hætti og hljóti slíkt að koma til greina við lögskýringu.* 11 Með lögum um prentrétt, nr. 57/1956, hafa verið nánar útfærðar reglur um hvernig ábyrgð er háttað á útgáfu prentaðs máls og hvernig henni verður komið við. Lögin geyma þó ekki efnisleg skilyrði fyrir takmörkunum á prentfrelsinu en lýsa því hvernig ábyrgð verði komið fram ef efni prentaðs rits brýtur í bága 8 Ólafur Jóhannesson: Stjórnskipun íslands, bls. 473. Áherslumerkingar hér og í öðrum tilvitnuð- um texta héðan í frá eru höfundar. Sambærileg sjónarmið má sjá í skrifum norskra fræðimanna varðandi 100. gr. norsku grundvallarlaganna, sbr. t.d. Frede Castberg: Norges Statsforfatningsret II, bls. 412, þar sem segir m.a.: „Grunnlovens bestemmelse om trykkefrihet kan ikke anvendes ana- logisk pá andre former for fremfpring af ándsverker en utgivelsen av trykte skrifter". 9 Ólafur Jóhannesson: Stjómskipun Islands bls. 478. 10 Mikilvægi frjálsra stjómmálaumræðna í lýðræðisþjóðfélagi hvað viðvíkur alþingismönnum og sérstök vemd á tjáningarfrelsi þeirra til umræðna innan þings á þó augljóslega stoð í 2. mgr. 49. gr. stjskr. sem kveður á um að enginn alþingismaður verði krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. 11 Ólafur Jóhannesson: „Prentfrelsi og nafnleynd". Úlfljótur. 4. tbl. 1969, bls. 312. 378
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.