Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 45
við lög. Þær refsiheimildir sem lengst af hefur helst reynt á í tengslum við eftir- farandi ábyrgð á prentuðu máli er meiðyrðalöggjöfin, en með því er vísað til ákvæða XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (alm. hgl.) sem fjallar um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, einkum 229. gr., 234.-237. gr. svo og 240. gr. laganna. I þessum ákvæðum er m.a. lögð refsing, sektir eða fangelsi allt að einu ári, við því að meiða æru annars manns með móðgun í orði og athöfnum (234. gr.) og bera fram aðdróttanir að öðrum manni sem verður virðingu hans til hnekkis. í 236. gr. alm. hgl. er lögð þyngri refsing, eða fangelsi allt að 2 árum, við því að bera ærumeiðandi aðdróttun út gegn betri vitund. I doktorsriti Gunnars Thoroddsen lýsir hann þeim skoðun að í ríkjum sem búa við lýðræðisskipulag sé nauðsyn á óheftum, frjálsum umræðum um opinber málefni og ljóst að hætt sé við árekstri milli þessa málfrelsis og meiðyrðalög- gjafarinnar. I slíkum umræðum sé oft óhjákvæmilegt að draga fram atriði sem orðið geta til hnekkis æru manna, fyrst og fremst æru stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka. Umræður um „opinber mál“ verði að njóta hins rýmkaða málfrelsis, gagnrýni um störf alþingis og stjórnmálamanna svo og um sveitar- stjórnamál. Hann tekur einnig fram að það sama gildi um gagnrýni á störf opin- berra starfsmanna yfirleitt, þótt þeir séu ekki starfandi í stjómmálum, en störf slíkra opinberra starfsmanna snerti oft almenning. Þannig krefjist opinberir hagsmunir þess að leyfi sé hófleg gagnrýni um opinbera starfsmenn þótt fullar sönnur verði ekki færðar fyrir henni „in concreto“.12 2.3 Dómaframkvæmd um takmarkanir á tjáningarfrelsi fram til 1990 Ekki verður séð að bein álitaefni um prentfrelsisákvæði stjómarskrárinnar hafi komið til kasta dómstóla fyrr en allmörgum áratugum eftir setningu þess eða í H 1943 237 sem nánar verður rakinn hér síðar. Þrátt fyrir að fjöldamargir dómar í meiðyrðamálum hafi verið kveðnir upp í Landsyfirrétti og Hæstarétti um brot á refsiákvæðum um meiðyrði fyrir þann tíma virðist aldrei hafa komið til álita að leysa úr því hvort slík eftirfarandi takmörkun tjáningarfrelsis gæti farið í bága við prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.13 Kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi var í sumum tilvikum um að tefla refsingu fyrir ærumeiðingar sem féllu í mæltu máli en ekki rituðu og því ljóst samkvæmt viðteknum skilningi fram á seinni hluta síðustu aldar að slíkur tjáningarháttur, eða tjáningarfrelsið í víðtækari merkingu, var almennt ekki talinn njóta verndar prentfrelsisákvæðis- ins. í öðru lagi ber að hafa í huga að í fjöldamörgum meiðyrðamálum þar sem reyndi á refsingu og ómerkingu prentaðra ummæla, m.a. í stjómmálaumræðu og ádeilu á embættismenn og stofnanir þjóðfélagsins, veitti prentfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar augljóslega skýra heimild til að draga menn til ábyrgðar fyrir dómi. í ákvæðinu var hins vegar engin leiðbeining um það hvort slfkar takmark- 12 Gunnar Thoroddsen: Fjölmæli, bls. 236-237. 13 ftarlegt yfirlit um og reifun refsidóma í meiðyrðamálum fram til ársins 1961 má sjá í riti Ármanns Snævarr: íslenskar dómaskrár III. bindi. Refsiréttur, bls. 37-401. 379
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.