Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Side 48
Svo víðtækt lögbann gegn hinu talaða orði fær ekki staðist. Það er brot gegn 72. gr.
stjórnarskrár lýðveldisins íslands nr. 33 17. júní 1944 er fjallar berum orðum um rétt
manna til að láta í ljós hugsanir sínar á prenti og einnig verndar hið talaða orð.
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms án þess að víkja að álitaefnum
um vernd talaðs orðs en taldi ekki fullnægjandi rök til þess að þeir hlutar sjón-
varpsþáttarins sem deilt var um brytu í bága við reglur urn æruvernd og frið-
helgi einkalífs eða grundvallarreglur um persónuvemd.
í H 1979 588 var deilt um lögbann við útsendingu útvarpsþáttar. í héraðs-
dóminum í máli þessu var einnig vísað til þess að í 72. gr. stjskr. fælist grunn-
regla íslensks réttar um tjáningarfrelsi. í Hæstarétti voru ekki frekar en áður
höfð nein orð um stjómarskrárvernd hins talaða orðs. Líkt og í fyrra málinu var
álitaefnið eingöngu skoðað út frá því hvort andstæðir hagsmunir sem vógust á
við tjáningarfrelsið í þessu tilviki, þ.e. æruvernd, réttlætti takmarkanir með vís-
an til meginreglna laga um persónuvernd.17
Sá munur er á þessum málum og þeim tveimur fyrri, sem fjölluðu um tak-
markanir við útsendingum á sjónvarps- og útvarpsefni, að í þeim síðamefndu
voru til skoðunar takmarkanir tjáningarfrelsis í þágu æruverndar. Á því sviði
höfðu dómstólar þegar fastari grunn að byggja á, ákvæði almennu hegningar-
laganna sem áður eru nefnd, svo og langa hefð fyrir beitingu þeirra í dómafram-
kvæmdinni. Svo virðist sem dómstólar hafi smám saman byrjað að meta tak-
markanir á prentfrelsinu í ærumeiðingarmálum, ekki aðeins út frá refsiskilyrð-
um almennu hegningarlaganna heldur einnig í víðara samhengi út frá stjórnar-
skrárvernd tjáningarfrelsisins. Sést það glöggt í dómum í meiðyrðamálum sem
spruttu af undirskriftasöfnuninni Varið land sem efnt var til á árinu 1974. Var
þar skorað á ríkisstjórnina að treysta samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins
og falla frá áformum um uppsögn varnarsamningsins við Bandaríkin og brott-
vísun hersins. Undirskriftasöfnunin leiddi til harðrar þjóðfélagsumræðu og
blaðaskrifa þar sem hvassri gagnrýni var beint að forsvarsmönnum söfnunar-
innar. I nokkrum héraðsdómum í meiðyrðamálum sem höfðuð voru af þessu til-
efni má sjá öllu ítarlegri rökstuðning en áður þekktist varðandi mörk tjáning-
arfrelsis, markmið sem réttlættu slíkar takmarkanir og mikilvægi frjálsrar
stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi. Má t.d. benda á héraðsdóm í H 1977
375 þar sem eru eftirfarandi ummæli:
I öllum meiðyrðamálum er það viðfangsefnið, hversu langt menn mega ganga í
tjáningu sinni, án þess að þeir verði beittir þeim viðurlögum, sem hegningarlög mæla
fyrir um. Við þetta mat verður að gæta ýmissa sjónarmiða, svo sem að opinberri um-
rœðu séu ekki settar óþarfa skorður, upplýsingaskyldu og gagnrýnisskyldu fjölmiðla
séu ekki sett ofþröng mörk, eðli umrœðunnar og hverjar tjáningarvenjur gilda um
17 Hafa ber í huga að á þessum tíma kvað stjómarskráin ekki afdráttarlaust á um vemd friðhelgi
einkalífs, sbr. núgildandi 71. gr. stjskr. eftir breytingar með stjskl. nr. 97/1995. Þágildandi 66. gr.
var samkvæmt orðalagi sínu bundin við friðhelgi heimilisins.
382