Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 49
slíka umrœðu. Þá verður að gæta þess, að umræðan sé málefnaleg og standist almennar velsæmiskröfur. [...] Þótt annað sé ekki fram komið en að stefnendur hafi reynt að vanda framkvæmd undirskriftasöfnunar sinnar, gefur það auga leið, að eftirlit þeirra með söfnuninni gat aldrei verið fullkomið og slík almenn undirskriftasöfnun í viðkvæmu deilumáli var sem slík fallin til að valda ófriði. Þá er enn til þess að taka, að þegar um stjórnmála- átök er að rœða sem hér, eru ummœli, enda þótt talin séu varða við hegningarlög, síður til þess fallin að meiða þann, sem þeim er beint að. Jafnvel má orða, að um- mælin geti haft þveröfug áhrif. Ofangreind sjónarmið þykja leiða til þess, að stefnendur verði, eins og hér stendur á, að þola harkalegri umræðu en venjulegt má teljast, án þess að það verði látið varða ummælanda ábyrgð... Eins má benda á ummæli í héraðsdómi í H 1979 647 þar sem segir m.a.: Um ritfrelsi er sérstaklega fjallað í 72. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem svo er kveðið á, að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti, en verði þó að ábyrgjast þær fyrir dómi. Meiðyrðalöggjöfin felur í sér takmarkanir á grundvallar- reglunni um tjáningarfrelsi. Þessar takmarkanir byggjast almennt á því viðhorfi, að hagsmunir tengdir œru manna geti verið svo ríkir, að þeir almannahagsmunir, sem við tjáningarfrelsið eru bundnir, hljóti að víkja. A hinn bóginn er almennt viðurkennt, að árásir á æruna, sem væru ólögmætar eftir almennum reglum, gætu verið lögmætar, ef ríkir hagsmunir liggja til grundvallar þeim árásum. Meðal þeirra hagsmuna, sem þannig kunna að verða metnir meir en hagsmunir æruverndar em hagsmunir samfélagsins afþví, að umrœður um opinber málefni geti fariðfram íþeim mœli sem hinar lýðrœðislegu og þingrœðislegu grund- vallarreglur krefjast. Meðal annars er nauðsynlegt, að menn geti gagnrýnt pólitíska andstæðinga, athafnir þeirra og skoðanir að vissu marki. Ekki eru menn sammála um, hversu langt eigi að ganga í þessu efni almennt, en hér verða dómstólar að skera úr eftir málavöxtum hverju sinni. Við þetta mat verður m. a. að gœta þess, að opinber- um umrœðum verði ekki settar ofþröngar skorður eða hlutverki fjölmiðla að því er varðar upplýsingastarfsemi og gagnrýni. í báðum ofangreindum málum og fleiri meiðyrðamálum sem vörðuðu Varið land voru stefndu sýknaðir af nokkrum hluta refsikrafna varðandi nánar til- greind ummæli. í hæstaréttardómum í þessum málum var hins vegar enginn rökstuðningur sambærilegur þeim sem fram kom í héraðsdómunum þótt ætla megi að niðurstaða um sýknu hafi verið byggð á slíkum sjónarmiðum.18 Að frátöldum þessum meiðyrðamálum voru íslenskir dómstólar fáorðir um hvort einhver önnur tiltekin markmið gætu réttlætt skerðingu á tjáningarfrels- inu, t.d. allsherjarregla, heilsa eða siðgæði. Þó mátti augljóslega finna ákvæði í 18 ítarlega umfjöllun um dóma sem vörðuðu Varið land og aðdraganda þeirra málaferla má sjá í grein Jakobs R. Möller: „Varið land heimsótt á ný“ í afmælisriti Guðmundar Ingva Sigurðssonar, bls. 91 þar sem m.a. eru færð rök fyrir því að niðurstöður íslenskra dómstóla um slfk álitaefni yrðu aðrar í dag í ljósi áhrifa 10. gr. MSE. 383
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.