Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Qupperneq 66
hefur verið gengið útfrá í núgildandi rétti. Má um leið vekja athygli á að í 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu eru talin upp atriði sem geta með sama hœtti leitt til að víkja megifrá meginreglu greinarinnar um tjáningarfrelsi og er að ýmsu leyti gert ráð fyrir rýmri heimildum þar til frávika en koma frarn í 3. mgr. 11. gr. frumvarpsins.50 Af skoðun á lögskýringargögnum og við heildarmat á markmiðum frum- varpsins má afdráttarlaust ráða að bein tengsl eru þar mynduð á milli 10. gr. MSE og 73. gr. stjskr. sent hafa verulega þýðingu við skýringu stjómarskrár- ákvæðisins eins og nánar verður rakið síðar. 5.2 Ágreiningsefni við meðferð stjórnarskrárfrumvarpsins varðandi tjáningarfrelsisákvæðið Ekki voru allir á eitt sáttir um framsetningu og inntak hins nýja tjáningar- frelsisákvæðis. Var 11. gr. stjómarskrárfrumvarpsins reyndar eitt umdeildasta ákvæðið við meðferð þess á Alþingi. Lutu deilurnar sérstaklega að fyrrgreindri 3. mgr. um takmarkanir á tjáningarfrelsinu og þótti ýmsum sem verið væri að rýmka heimildir til að takmarka tjáningarfrelsið, enda væri í eldra ákvæðinu hvergi getið sérstakra heimilda til þess. Auk þess var harðlega deilt á, þegar frumvarpið var fyrst lagt fram að þar var hvorkl vísað til nauðsynjar né lýðrœð- ishefða sem skilyrða fyrir beitingu takmarkana með sama hætti og gert er í 2. mgr. 10. gr. MSE sent kveður á um að takmörkun tjáningarfrelsis skuli vera nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi.51 Eins og áður hefur verið lýst í kafla 3.2 hefur Mannréttindadómstóll Evrópu lagt mikla áherslu á þetta síðastgreinda skilyrði og þróað á grundvelli þess ákveðna meðalhófsreglu sem getur ráðið úrslitum um hvort takmörkun telst innan leyfilegra marka 2. mgr. 10. gr. Segja má að þessi gagnrýni hafi ekki að öllu leyti verið reist á réttum rökum, þ.e. að nýja ákvæðið myndi rýmka heimildir til takmarkana á tjáningarfrelsinu. Voru þar skilgreindar og afmarkaðar, rétt eins og í Mannréttindasáttmála Evr- ópu, heimilar takmarkanir á tjáningarfrelsinu. Komu þar fram skilyrði um að takmarkanir skyldu vera lögmæltar og hvíla á tilteknum markmiðum í stað þess að dómstólar byggðu á óskráðum reglum og þar með óljósum viðmiðum í þeim efnum. Hvað varðaði skilyrðið um nauðsyn takmörkunar þá var það skoðun stjórnarskrámefndarinnar sem lagði frumvarpið fram að slíkra vamagla þyrfi ekki að geta sérstaklega. Það fælist í grunneinkennum stjórnarskrárinnar að byggja á lýðræðislegum gildum auk þess sem ákveðin meðalhófsregla væri ávallt lögð til gmndvallar við mat dómstólanna á því hvort löggjafinn hefði gengið of langt í takmörkunum á tjáningarfrelsi í hlutfalli við þá hagsmuni sem þær ættu að vernda.52 Með því að bæta við í niðurlagi 3. mgr. ákvæðisins skil- 50 Alþt. 1994-1995, A-deild, bls. 2105. 51 Björg Thorarensen: „Áhrif meðalhófsreglu við skýringu stjórnarskrárákvæða", bls. 90-91. 400
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.