Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 69

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 69
Þrátt fyrir það að tjáningarfrelsi hafi löngum verið talið til mikilvægustu mannrétt- inda, hefur því engu að síður verið játað að því megi setja vissar skorður. Er það gert með stoð í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem heimilað er að setja tjáningar- frelsi skorður „með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til vemdar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauð- synlegar og samrýmist lýðræðishefðum“. Fallast verður á að ákvæði 230. gr. laga nr. 19/1940 fullnægi þessum skilyrðum að því leyti að takmarkanir, sem þar eru gerðar á tjáningarfrelsi, eru settar með lögum vegna réttinda og eftir atvikum mannorðs annarra. Reynir því á hvort skorður, sem ákvæðið myndi setja við tjáningarfrelsi ákærða með sakfellingu hans, séu nauðsynlegar og samrýmanlegar lýðrœðishefðum. Víkur Hæstiréttur síðan sérstaklega að mati á því hvort takmörkunin sé nauð- synleg, m.a. með hliðsjón af því að ákærði hélt því fram í málinu að hann nyti sérstaklega ríkrar verndar sem blaðamaður og rithöfundur. Með hliðsjón af markmiði rýmra tjáningarfrelsis blaðamanna í lýðræðisþjóðfélagi hafnar Hæsti- réttur hins vegar þessari málsástæðu með eftirfarandi rökstuðningi: í máli því, sem hér um ræðir, braut læknir trúnað sjúklings síns með því að birta einkamálefni sjúklingsins, sem hann komst að í starfi sínu, og vanvirða minningu hans. Við ákvörðun á mörkum tjáningarfrelsis hefur í dómaframkvæmd hin síðari ár verið litið mjög til þess að vegna lýðrœðishefða verði að tryggja að fram getið farið þjóðfélagsleg umrceða. Gildir þetta meðal annars við úrlausn um mörk tjáningar- frelsis rithöfunda og blaðamanna, sem ákærði hefur skírskotað til í málatilbúnaði sínum. í málinu eru ekki í húfi neinir slíkir hagsmunir, sem réttlætt geti að gengið sé svo harkalega áfriðhelgi einkalífs eins og hér var gert með því að birta ummæli þau, sem ákært er fyrir. Sakfelling ákærða fyrir brot gegn ákvæði 230. gr. laga nr. 19/1940 er því samrýmanleg heimild 3. mgr. 73. gr. stjómarskrárinnar, svo og ákvæði 2. mgr. 10. gr. samnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis, sbr. lög nr. 62/1994, sem er af sama toga og nefnt ákvæði stjórnarskrárinnar. í dómi Hæstaréttar frá 21. mars 2002 í máli nr. 306/2001 fékk Hæstiréttur til úrlausnar skaðabótamál sem stúlka, vitni í kynferðisbrotamáli, höfðaði gegn verjanda sakbomingsins í því máli, sem var faðir stúlkunnar, vegna ummæla verjandans á opinberum vettvangi um persónu hennar og einkahagi og um að hún hefði borið rangar sakir á föður sinn í málinu. f kjölfar sýknudóms Hæsta- réttar í kynferðisbrotamálinu upphófst mikil opinber umræða þar sem dómurinn sætti harðri gagnrýni og fjölyrt var um sekt föðurins þrátt fyrir sýknudóminn. Hafði lögmaðurinn tekið þar til andsvara fyrir skjólstæðing sinn í fjölmiðlum þar sem hann lét ýmis ummæli falla í garð stúlkunnar. í málinu rökstyður Hæstiréttur með svipuðum hætti og í máli ævisöguritarans í H 1999 857 það vandasama hagsmunamat sem fari fram á milli tjáningarfrelsis lögmannsins sem njóti verndar 73. gr. stjskr. og 10. gr. MSE en jafnframt vísað til ákveðinna skyldna sem hann hafi stöðu sinnar vegna og friðhelgi einkalífs stúlkunnar og æruverndar sem vernduð sé af 71. gr. stjskr. og 8. gr. MSE. Segir síðan m.a.: 403
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.