Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 71

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 71
Hæstiréttur áður vísað til þess að játa yrði mönnum rúmt frelsi til að láta í ljós gildisdóma, sbr. H 1998 1376 og í dómi frá 19. desember 2000 í máli nr. 272/2000, sem síðar verða raktir, en þó ekki jafn afdráttarlaust og ekki hafði slíkur greinarmunur áður ráðið úrslitum með eins afgerandi hætti um leyfilegar takmarkanir tjáningarfrelsisins. Dómurinn hefur tæplega mikið fordæmisgildi um það hvar slík mörk liggja þar sem slfkt mat er órjúfanlega tengt mati á um- mælum hverju sinni. Hann gefur hins vegar skýrt til kynna að dómstólar leggi þessar mælistikur til grundvallar niðurstöðum sínum um hvar mörk tjáningar- frelsisins liggja.55 Einnig er athyglisvert að í dóminum er vísað til sérstakra skyldna sem hvfla á lögmanni, þegar hann neytir tjáningarfrelsis síns, til þess að gæta nærfærni í orðum í opinberri umræðu um þjóðfélagsmál á sviði sem tengdist starfi hans. Þótt ekki sé í dóminum vísað til 10. gr. MSE í þessu sambandi, má benda á að í 2. mgr. hennar er kveðið á um að af tjáningarfrelsinu geti einnig leitt ákveðnar skyldur. í framkvæmd mannréttindadómstólsins hefur verið staðfest að stöðu sinnar vegna beri lögmönnum skylda til viðhafa hóflegt orðlag í opinberri gagn- rýni á dómstóla og réttarvörslukerfi. Þannig megi réttlæta ýmsar takmarkanir sem þeim eru settar í siðareglum lögmanna til að tjá sig um dómsmál, en stöðu sinnar vegna verði að stuðla að því að viðhalda trausti almennings á dóms- kerfinu.56 Ekki liggja fyrir fordæmi frá mannréttindadómstólnum svo kunnugt sé um skyldur lögmanna er þeir tjá sig opinberlega um einkahagsmuni vitna eða annarra í málum sem tengjast störfum þeirra.57 Hins vegar hefur verið litið svo á að sérstaklega brýn nauðsyn þurfi að liggja til takmörkunar tjáningarfrelsis verjanda við málsvörn sakbomings í réttarsal, enda sé rétturinn þá samofinn rétti sakbomings til færa fram vamir í málinu sbr. 6. gr. MSE.58 Af dómi Hæsta- réttar má draga þá ályktun að hið rýmkaða málfrelsi lögmanns til þess að færa fram varnir fyrir skjólstæðing sinn nái ekki út fyrir meðferð málsins í dómsaln- um, þótt hann telji nauðsynlegt að verjast heiftúðugum árásum í garð skjólstæð- ings síns. Tilvísanir til þess að „dómstóll götunnar“ þurfi að kunna skil á stað- 55 Ýmis álitaefni um það hvemig dómurinn greinir á milli staðreynda og gildisdóma í þessu til- tekna máli eru reifuð í grein Jakobs R. Möller: „Þátttaka lögmanna í opinberum deilum um dómsmál". Tímarit lögfræðinga. 3. hefti 2002, bls. 218-219. 56 Ummæli þessa efnis koma fram í dómi MDE í máli Schöpfer gegn Sviss frá 20. maf 1998, 33. °g 34. mgr. I máli Sigurður Georgssonar gegn íslandi fyrir Mannréttindanefnd Evrópu var kæru- efnið að áminning sem lögmaður hlaut vegna ummæla í blaðaviðtali um störf tiltekins skiptaráð- anda bryti gegn 10. gr. MSE. Gerð var sátt í málinu, sbr. ákvörðun nefndarinnar frá 15. apríl 1997 (mál nr. 22103/93). 57 Þess má geta að niðurstaða dóms Hæstaréttar frá 21. mars 2002 var kærð til Mannréttinda- dómstóls Evrópu vegna meints brots á 10. gr. MSE. Málið var ekki tækt til efnismeðferðar, sbr. ákvörðun mannréttindadómstólsins frá 20. október 2003 (Jón Steinar Gunnlaugsson gegn íslandi, mál nr. 22459/02). 58 I þessa sambandi má t.d. benda á rökstuðning í dómi MDE frá 21. mars 2002 í máli Nikula gegn Finnlandi, 45. og 49. mgr., sbr. einnig dóm frá 28. október 2003 í máli Steur gegn Hollandi, 36.- 38. mgr. 405
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.