Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 73

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 73
Fallast ber á það með héraðsdómi að ummæli ákærða í DV 17. febrúar 2001 séu alhæfingar, sem ekki séu studdar neinum rökum, enda munu vandfundin rök fyrir yfirburðum á grundvellí kynþáttar. Enda þótt ekki verði fullyrt að orðið negri sé út af fyrir sig niðrandi í íslensku máli verður, þegar dagblaðsviðtalið er lesið í heild og ummœli ákœrða virt í því samhengi, að telja að með þeim sé leitast við að upphefja hvíta menn á kostnað manna aföðrum litarhœtti með háði, rógi og smáium. Ummæli ákærða fela því í sér háttsemi sem fellur skýrlega að verknaðarlýsingu 233. gr. a almennra hegningarlaga. Lagaákvæðinu er œtlað að koma í veg fyrir kynþáttamis- rétti og kynþáttahatur og er markmið þess því lögmœtt og þœr skorður sem það setur tjáningarfrelsi nauðsynlegar og samrýmast lýðrœðishefðum. Dómurinn er mikilvægt fordæmi um skýringu á 233. gr. a alm. hgl. ekki síst vegna hins ítarlega rökstuðnings þar sem meðal annars er tekið mið af sam- hengi ummælanna. Er það í samræmi við framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu við túlkun 10. gr. MSE um að heildarmat á ummælum og öllum atvik- um geti ráðið úrslitum um það hvort takmarkanir á tjáningarfrelsinu teljist rétt- lætanlegar.60 í ljósi þeirra dóma sem nú hafa verið raktir má fullyrða að þar komi fram skýrar en áður það hagsmunamat sem fram fer hjá dómstólunum í meiðyrða- málum eða öðrum refsimálum þar sent ummæli eru talin vega að réttindum eða mannorði annarra. Af þeirri dómaframkvæmd sem mótast hefur allt frá dómin- um í máli Gallerí Borgar í H 1995 408 þar sem vísað var til prentfrelsisákvæðis stjómarskrárinnar og 10. gr. MSE við skýringu refsilaga má afdráttarlaust ráða að áhrif stjórnarskrár við mat á refsiákvæðum sem skerða tjáningarfrelsi við þessar aðstæður hafa þannig aukist verulega. Fyrir þann tíma var fágætt að t.d. ákvæði 234. og 235. gr. alm. hgl. í meiðyrðamálum væru skýrð í ljósi prent- frelsisákvæðis stjómarskrárinnar sem sérstakar lögbundnar takmarkanir á tján- ingarfrelsinu.61 6.3 Aukin vernd tjáningarfrelsis í umræðu um opinbera starfsmenn og stofnanir samfélagsins Eitt er það svið þar sem augljóslega má greina aukna vemd tjáningarfrelsis að íslenskum rétti á síðustu árum, en það er umræða um opinbera starfsmenn og stofnanir samfélagsins. Er augljóst að áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu eru þar mikil og má rekja þá þróun lengra aftur en til stjórnarskrárbreytinganna 1995. Niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Þorgeirs Þorgeirsonar markaði upphaf hennar, enda var bmgðist við þeim dómi með því að fella brott 108. gr. alm. hgl. um sérstaka æruvemd opinberra starfsmanna. Um opinbera starfsmenn gilda því almennar reglur um vemd fyrir refsiverðum móðgunum eða aðdróttunum, sbr. 234. gr. og 235. gr. laganna. 60 Hörður Einarsson: „Tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi". Afmælisrit Davíðs Oddssonar, bls. 500. 61 Til samanburðar varðandi breyttar aðferðir dómstóla í meiðyrðamálum um skýringu refsi- ákvæða 234. og 235. gr. alm. hgl. í ljósi 73. gr. stjskr. má einnig nefna H 1998 693. 407
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.