Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Síða 76
þeirra, sem getur réttlætt að þeir njóti sérstakrar verndar fyrir aðdróttunum vegna starfa sinna. 6.4 Vernd tjáningarfrelsis á vettvangi stjórnmálaumræðu Af dómaframkvæmd fyrir 1990, m.a. í ljósi ummæla héraðsdóma í málum um Varið land sem rakin voru að framan, má sjá að byrjað var að viðurkenna rýmra tjáningarfrelsi á vettvangi stjómmálaumræðu, einkum út frá hagsmunum lýð- ræðisþjóðfélags. Því er ekki beinlínis hægt að merkja að hið nýja tjáningar- frelsisákvæði 73. gr. eða 10. gr. MSE hafi aukið þá vemd sérstaklega frá því sem skapast hafði. Þó hefur 73. gr. tvímælalaust stuðlað að því, á þessu sviði eins og öðrum, að dómar Hæstaréttar era nú ítarlegar rökstuddir og sýna fram á að rfkari nauðsyn þurfi til þess að takmarka umræðu á því sviði. I þessu sambandi má benda á dóm Hæstaréttar frá 19. desember 2000 í máli nr. 272/2000, en það mál stendur reyndar á mörkum þess að falla undir svið þar sem fjallað er um gagnrýni á stofnanir samfélagsins og vettvang póli- tískrar ádeilu. Var þar um að ræða meiðyrðamál sem formaður bankaráðs Landsbankans, sem jafnframt var framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, höfðaði gegn lögmanni fyrirtækis sem hafði gagnrýnt bankaráðsformanninn í hvassyrtri blaðagrein fyrir að neita fyrirtækinu um viðskipti á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða í þágu flokksins og að hafa misnotað aðstöðu sína. Hæstiréttur benti á að vegna eðlis umræðunnar þyrfti að fara varlega í takmarkanir á tjáningar- frelsinu: Að framan er frá því greint að áfrýjandi er framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og því valdamaður í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Hann hefur einnig setið í bankaráði Landsbanka íslands og verið formaður útvarpsréttarnefndar, tilnefndur af Sjálfstæð- isflokknum og kosinn af Alþingi. Störf hans á þessum vettvangi eru og eiga að vera óháð starfi hans sem framkvæmdastjóra flokksins. Þegar litið er til áberandi stöðu hans innan flokksins þykir hann verða að una því að um þessi tengsl sé fjallað á opinberum vettvangi. Ber að fara varlega við að hefta slíka umrœðu í lýðrœðislegu þjóðfélagi með refsikenndum viðurlögum. Þá verður hér bent á athyglisvert dæmi af vettvangi stjómmálaumræðu í dómi Hæstaréttar frá 25. september 2003 í máli nr. 36/2003. Reyndi þar á mörk tján- ingarfrelsis stjómmálamanns til þess að bregðast við gagnrýni sem komið hafði fram opinberlega á pólitískt umdeilt stefnumál varðandi fiskveiðistjómunarkerf- ið. Málið var höfðað af sjálfstætt starfandi fréttamanni, sem var jafnframt fiski- fræðingur, en hann hafði áður lýst opinberlega mikilli andstöðu við ftskveiði- stjórnunarkerfið. Hann hafði farið með kvikmyndatökumanni í veiðiferð á fiski- skipi og voru þar teknar myndir af umfangsmiklu brottkasti afla á ftskimiðum við Island. Vakti sjónvarpsfrétt með myndskeiðum úr veiðiferðinni og umfjöllun þar um brottkast afla miklar opinberar umræður og deilur og komu þar fram ásakanir um sviðsetningu myndatökunnar. Meðal annars hafði skipstjórinn í veiðiferðinni látið hafa eftir sér í fréttaviðtölum að umrætt brottkast hefði verið sett á svið fyrir 410
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.