Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 80

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 80
það eigi að tryggja að lagaákvœði sem veita almennan aðgang að upplýsingum verði aðeins takmörkuð á þann hátt sem nauðsynlegt teljist í lýðrœðisþjóðfélagi til verndar löglegum almanna- og einkahagsmunum. Hér skortir á frekari rökstuðning fyrir þeirri ályktun sem hlýtur að verða dregin af dóminum að 10. gr. MSE sem verndar frelsi manna til að taka við og skila upplýsingum verndi líka rétt almennings til upplýsinga hjá stjórnvöldum. Ef takmarkanir á slíkum upplýsingarétti verða að uppfylla skilyrði 2. mgr. 10. gr. MSE hlýtur rétturinn sjálfur að vera vemdaður í 1. mgr. ákvæðisins. Með tilvísun til 10. gr. MSE fæst síðan sú niðurstaða að 73. gr. stjskr. verndi aðgang til upplýsinga. Þessi niðurstaða sem byggir á forsendunni um svo víðtæka vernd 10. gr. MSE er umdeilanleg. Því verður ekki neitað að ákveðin og mjög jákvæð þróun hefur orðið í flestum Evrópuríkjum undanfarinn áratug þar sem lögfestur er réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Er einnig almennt viðurkennt að slíkur réttur hafi mikla þýðingu til að stuðla að opnu og frjálsu lýðræðisþjóðfélagi og á það hefur verið bent að fjölmiðlar gætu tæplega sinnt lýðræðislegum skyldum sínum til að miðla upplýsingum til almennings ef þeir fengju ekki aðgang að þeim hjá stjórnvöldum.66 A hinn bóginn hefur Mannréttindadómstóll Evrópu verið varkár í umfjöllun um það hvort réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjómvöldum teljist vemdaður af 10. gr. MSE og hefur ekki slegið því föstu, en löggjöf og reglur á þessu sviði eru enn ekki samræmdar innan aðildarríkja að sáttmálanum. Enn sem komið er hafa úrlausnir dómstólsins sem lúta að þessu álitaefni einkum snúist um rétt manna til aðgangs að persónuupplýsingum hjá stjómvöldum eða öðmm upplýs- ingum þar er varða hagsmuni þeirra. Hafa þá samhliða komið til skoðunar rétt- indi sem vernduð em í 8. gr. MSE varðandi friðhelgi einkalífs og það ákvæði hefur verið látið ganga framar við úrlausn máls.67 Af dómum sem gengið hafa í framkvæmd mannréttindadómstólsins og tengjast álitaefnum um upplýsinga- rétt almennings er því enn sem komið er ekki hægt ráða afdráttarlaust hvort 10. gr. MSE verndar þann rétt.68 Erfitt er að segja fyrir um hvert verði fordæmisgildi þessa hæstaréttardóms í ljósi hins knappa rökstuðnings fyrir þessari nýbreytni í beitingu 73. gr. stjskr., 66 Kyrre Eggen: Ytringsfrihet, bls. 657. 67 Sbr. dóma MDE í málunum Guerra gegn Italíu frá 19. febrúar 1998; Gaskin gegn Bretlandi frá 7. júlí 1989 og Leander gegn Svíþjóð frá 26. mars 1987. 1 tveimur síðargreindu dómunum tók dómstóllinn fram að eins og aðstæðum vœrí háttað í málinu (e. in the circumstances of the present case) legði 10. gr. MSE ekki skyldur á aðildarríki til að veita tilteknar upplýsingar til einstaklings. f máli Guerra gegn Ítalíu tók dómstóllinn fram að 10. gr. leggi ekki þá skyldu á stjómvöld að afla og dreifa upplýsingum að eigin frumkvæði til þeirra sem eiga hagsmuna að gæta vegna nábýlis við verksmiðjustarfsemi sem mengaði umhverfið. 68 Kyrre Eggen: Ytringsfrihet, bls. 657. 414
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.