Tímarit lögfræðinga - 01.12.2003, Page 80
það eigi að tryggja að lagaákvœði sem veita almennan aðgang að upplýsingum verði
aðeins takmörkuð á þann hátt sem nauðsynlegt teljist í lýðrœðisþjóðfélagi til verndar
löglegum almanna- og einkahagsmunum.
Hér skortir á frekari rökstuðning fyrir þeirri ályktun sem hlýtur að verða
dregin af dóminum að 10. gr. MSE sem verndar frelsi manna til að taka við og
skila upplýsingum verndi líka rétt almennings til upplýsinga hjá stjórnvöldum.
Ef takmarkanir á slíkum upplýsingarétti verða að uppfylla skilyrði 2. mgr. 10.
gr. MSE hlýtur rétturinn sjálfur að vera vemdaður í 1. mgr. ákvæðisins. Með
tilvísun til 10. gr. MSE fæst síðan sú niðurstaða að 73. gr. stjskr. verndi aðgang
til upplýsinga. Þessi niðurstaða sem byggir á forsendunni um svo víðtæka vernd
10. gr. MSE er umdeilanleg. Því verður ekki neitað að ákveðin og mjög jákvæð
þróun hefur orðið í flestum Evrópuríkjum undanfarinn áratug þar sem lögfestur
er réttur almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Er einnig
almennt viðurkennt að slíkur réttur hafi mikla þýðingu til að stuðla að opnu og
frjálsu lýðræðisþjóðfélagi og á það hefur verið bent að fjölmiðlar gætu tæplega
sinnt lýðræðislegum skyldum sínum til að miðla upplýsingum til almennings ef
þeir fengju ekki aðgang að þeim hjá stjórnvöldum.66 A hinn bóginn hefur
Mannréttindadómstóll Evrópu verið varkár í umfjöllun um það hvort réttur
almennings til aðgangs að upplýsingum hjá stjómvöldum teljist vemdaður af
10. gr. MSE og hefur ekki slegið því föstu, en löggjöf og reglur á þessu sviði
eru enn ekki samræmdar innan aðildarríkja að sáttmálanum. Enn sem komið er
hafa úrlausnir dómstólsins sem lúta að þessu álitaefni einkum snúist um rétt
manna til aðgangs að persónuupplýsingum hjá stjómvöldum eða öðmm upplýs-
ingum þar er varða hagsmuni þeirra. Hafa þá samhliða komið til skoðunar rétt-
indi sem vernduð em í 8. gr. MSE varðandi friðhelgi einkalífs og það ákvæði
hefur verið látið ganga framar við úrlausn máls.67 Af dómum sem gengið hafa
í framkvæmd mannréttindadómstólsins og tengjast álitaefnum um upplýsinga-
rétt almennings er því enn sem komið er ekki hægt ráða afdráttarlaust hvort 10.
gr. MSE verndar þann rétt.68
Erfitt er að segja fyrir um hvert verði fordæmisgildi þessa hæstaréttardóms í
ljósi hins knappa rökstuðnings fyrir þessari nýbreytni í beitingu 73. gr. stjskr.,
66 Kyrre Eggen: Ytringsfrihet, bls. 657.
67 Sbr. dóma MDE í málunum Guerra gegn Italíu frá 19. febrúar 1998; Gaskin gegn Bretlandi frá
7. júlí 1989 og Leander gegn Svíþjóð frá 26. mars 1987. 1 tveimur síðargreindu dómunum tók
dómstóllinn fram að eins og aðstæðum vœrí háttað í málinu (e. in the circumstances of the present
case) legði 10. gr. MSE ekki skyldur á aðildarríki til að veita tilteknar upplýsingar til einstaklings.
f máli Guerra gegn Ítalíu tók dómstóllinn fram að 10. gr. leggi ekki þá skyldu á stjómvöld að afla
og dreifa upplýsingum að eigin frumkvæði til þeirra sem eiga hagsmuna að gæta vegna nábýlis við
verksmiðjustarfsemi sem mengaði umhverfið.
68 Kyrre Eggen: Ytringsfrihet, bls. 657.
414