Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1996, Qupperneq 27

Ægir - 01.04.1996, Qupperneq 27
verið settir gúmmíbjörgunarbátar með brúðum í á rek og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út eftir ákveðinn tíma til leitar. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var einnig með í síðustu æfingu, en þá voru æfð viöbrögð við flugslysi við Keflavík- urflugvöll. Flaggskip Slysavarnafélags- ins, Hannes Þ. Hafstein, var þá kallað á vettvang og æfðar hífingar í þyrluna ásamt brunaæfingu. í hörmungunum á Vestfjörðum á síð- asta ári, þegar snjóflóð féllu í Súðavík og á Flateyri, sá björgunarmiðstöðin um að kalla út björgunarsveitir samkvæmt beiðnum Landsstjómar björgunarsveita og svæðisstjórna. Einnig tók björgun- armiöstöðin drjúgan þátt í aðgerðum í samvinnu við Almannavarnir ríkisins og Landsstjórn björgunarsveita og voru upplýsingar Tilkynningaskyldunnar um staðsetningu skipa úti fyrir Vestfjörðum dýrmætar. Gekk því greiðlega að hafa samband við skip, aðallega togara, og brugðust sjómenn strax fljótt og vel við kallinu og unnu þeir gott verk við að flytja björgunarmenn á skaðasvæðin og einnig við snjómokstur. Tilkynningaskyldan Þann 30. maí 1968 fól Eggert G. Þor- steinsson, þáverandi sjávarútvegsráð- herra, Slysavarnafélagi íslands fram- kvæmd Tilkynningaskyldunnar sem fé- lagið hefur rekið síðan. Fjarskiptasamband milli skipa og strandastöðva Landsíma Islands er einn mikilvægasti öryggisþáttur í starfi sjó- mannsins. Tvö sjóslys, þar sem skortur á slíku sambandi blasti við, stuðlaði mjög að því að tilkynningaskyldu var komið á. Hiö fyrra var þegar m/s Stuðlaberg frá Seyðisfirði fórst með allri áhöfn, 11 mönnum, út af Stafnesi 1962, en skipsins var ekki saknað fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Hiö síðara var þegar m/s Stígandi frá Ólafsfirði fórst á síldarmiðunum við Jan Mayen 1967 en áhöfninni, 12 mönnum, var bjargað eftir tæpa 5 sólarhringa dvöl í gúmmíbátum og var ekkert vitað um af- drif skipsins fyrr en þá. Á árinu 1968 ræddu fulltrúar Slysa- varnafélagsins við sjómenn um fram- kvæmd og fyrirkomulag Skyldunnar í verstöðvum víðs vegar um land og kom þá fram að sjómenn voru almennt fylgj- andi þessari nýbreytni og tilbúnir að leggja á sig nokkra fyrirhöfn til að þessi viðleitni til öryggis mætti verða að vem- leika. Samvinna við sjómenn varð strax í upphafi góð og þátttakan brátt almenn. Ásgrímur Björnsson þáverandi erindreki félagsins fór í fjölmargar verstöðvar til að tala við sem allra flesta skipstjórnar- menn um gildi Tilkynningaskyldunnar fyrir þá og vandamenn þeirra og brýna rækilega fyrir þeim, hversu mikilvæg þessi samhjálp sé og nauðsynlegt að sjó- menn standi saman um að gera árangur hennar sem mestan. Þorvaldur Ingibergsson kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík var í upp- hafi ráðinn til að hafa á hendi daglega framkvæmd Tilkynningaskyldunnar. í lögum um Tilkynningaskylduna er kveðið á um að öllum íslenskum skipum sem skylt er að vera meö talstöð beri að hlíta tilkynningaskyldu, að skipum Landhelgisgæslunnar undanskyldum. Með tilkomu sjálfvirku tilkynninga- skyldunnar mun allt öryggi sjómanna aukast gífurlega. Núna er gert ráð fyrir að tilraunakeyrsla hefjist á næsta ári og áriö 1999 verði öll skip og bátar komin inn í sjálfvirka tilkynningakerfið. Með tilkomu nýrrar útkallstölvu björgunarsveita, sem staðsett er hjá Til- kynningaskyldunni, er hægt að kalla út eina eða margar björgunarsveitir með einni aðgerð. Útkallstölvan flýtir geysi- Iega mikið fyrir útköllum og gerir þau öruggari og markvissari. Auk þess hef- ur Slysavarnafélagið leigt talhólf af Pósti & síma. Kerfið er að grunni byggt á forritinu Arcview, sem er landupplýs- ingakerfi, en það gerir notendum kleift að nálgast upplýsingar sem geymdar eru í töflum með því að benda á stað í korti. Nú þegar eru til umtalsverö staf- ræn gögn sem nýtast kerfinu, eins og t.d. kortgrunnar frá Landmælingum íslands, m.a. í mælikvörðum 1:2.000.000, 1:500.000, 1:250.000, 1:100.000 og 1:50.000. Einnig eru til kortgrunnar sem sýna skiptingu sveit- arfélaga og hreppa sem nýtast vel til upplýsinga. Nýr útkallskódi var tekin í notkun 1. desember og gildir hann fyrir allar björgunarsveitir á landinu og til að fá nánari upplýsingar um útkallið geta 32 aðilar hringt í talhólfið samtímis án þess að sé á tali. Starfsmenn Tilkynn- ingaskyldunnar lesa inn á talhólfið nán- ari upplýsingar og hafa veriö þjálfaðir sérstaklega til þess. □ ÆGIR 27

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.