Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1996, Side 29

Ægir - 01.04.1996, Side 29
áttæringar. Voru þeir, sem og tein- og tólf- æringar, oftast búnir seglum, sem gripib var til þegar leiði var gott. Fáar heimildir eru til um fjölda árabáta hér á landi á fyrri öldum. Árið 1770 töld- ust bátar, þ.e. fer-, sex-, átt- og teinæring- ar, á landinu samtals 1869, en hafði fjölg- að í 2236 árib 1791. Árið 1800 voru bátar í þessum stærðarflokkum alls 2021, en fór svo fjölgandi og urðu flestir 3506 árið 1861. Eftir þab fór árabátum á landinu fækkandi. Þeir voru 2037 árið 1900, 1238 árib 1912, 1002 árið 1920, en aöeins 171 árið 1930. Hvað bátafjölda varðar virðist árabátaöldin þannig hafa náð hámarki um 1860 og telja verður að henni hafi lokið skömmu eftir 1920, þótt liðlega eitt hundrað árabátum væri haldið til fiskjar víðs vegar um land allt fram að síðari heimsstyrjöld. Erfitt er að ársetja upphaf skútualdar af nákvæmni. Tilraunir, sem bæði Islending- ar og Danir gerðu til þilskipaútgerðar hér á iandi á 17. og 18. öld, urðu flestar skammæar og samfelld skútuútgerð hófst ekki fyrr en á fyrsta áratug 19. aldar. Hún var í fyrstu mest vestanlands og á Vest- fjörðum, en uppúr miðri öldinni reis upp öflug þilskipaútgerð og við Eyjafjörð og á síðasta þriðjungi aldarinnar einnig við sunnanverðan Faxalóa. Á Suðurlandi og Austfjörðum varb þilskipaútgerð hins veg- ar aldrei teljandi. Vestfirsku og norðlensku þilskipin gengu fyrst í stað einkum til hákarlaveiða en er kom fram um 1870 og lýsi tók að lækka í verði sökum aukins framboös á steinolíu, voru skipin gerð út til hand- færaveiða í æ ríkari mæli. Þilskipaútgerðin var hrein vibbót vib árabátaútveginn og hún var að flestu leyti með öðrum hætti, þótt helsta veiðarfærið væri hið sama: handfœrið. Þilskipin þurftu hafnir og þau voru miklum mun dýrari í kaupum, við- haldi og rekstri en árabátarnir. Þau voru því flest í eigu kaupmanna þótt þess væru vissulega allnokkur dæmi (einkum norð- anlands) að bændur ættu þilskip, ýmist einir eba í samlögum. Meginúthaldstími þilskipanna var frá því í mars/apríl og fram í ágústlok eða septemberbyrjun, þ.e. utan vetrarvertíðar, sem var aðalveiði- tímabil áraskipanna. Þilskip munu hafa orðið einna flest hér á landi um 1890, 160-170, en árið 1912 voru þau alls 121. Átta árum síðar, 1920, hafði þeim fækkað í 39 og á næstu árum lagöist útgerð þeirra að mesta af, þótt örfá væru gerð út öðru hvoru fram yfir 1930. Tæknibreytingar ollu því að útgerð ára- báta og þilskipa lagðist af með svo skjót- um hætti sem raun bar vitni. Véi var fyrst sett í íslenskan bát vestur á ísafirði á að- ventunni árið 1902 og hóf hann veiðar frá Bolungarvík á vetrarvertíð 1903. Á næstu árum fjölgaði vélbátum hérlendis hratt og var þar einkum um að ræða sexæringa, sem búnir voru vélum, eða nýja báta, sem margir voru smíðaðir erlendis. Fyrstu vél- bátamir vom opnir og af svipaðri stærð og árabátarnir og gátu því gengið til veiöa úr mörgum hefðbundnum verstöðvum ára- skipa. Þeir höfðu þann meginkost fram yfir árabátana að vera mun fljótari í för- um, auk þess sem vinna á þeim var mikl- um mun léttari, ekki síst vegna þess að menn losnuðu við róðurinn. Fór og svo að árabátaútgerö lagðist af á tiltölulega skömmum tíma, sem áður sagði. Um 1912 tók stærri vélbátum, svo- nefndum dekkbátum, að fjölga verulega og leystu þeir þilskipin víðast hvar af hólmi. Eina verulega undantekningin í því efni var Faxaflóasvæðið. Þar hófst tog- araútgerð á fyrsta áratug 20. aldar, en hún var þó bundin við Reykjavík og Hafnar- fjörð, þar sem togarar komu í stað þil- skipa. Vélaöldinni má vitaskuld skipta í styttri tímabil. Það verður þó ekki gert hér, enda vandséð við hvað eigi að miða. Hjálpargreinar sjávarútvegssögu Þegar öllu er á botninn hvolft, er vísast ab fyrst og fremst beri að líta á sjávarút- vegssögu sem menningarsögu. Hér á landi a.m.k. tekur saga sjávarútvegs með einum eða öðrum hætti til flestra þátta þjóölífs- ins og verða þeir, sem við hana fást, því ab styðjast við allar þær hjálpargreinar, sem sagnfræðingar þurfa að nota og kunna skil á, er þeir glíma við þab fyrirbæri, sem stundum er kallað „almenn saga". Allt um það fer ekki hjá því að þeir, sem fást við rannsóknir á sögu sjávarút- vegs þurfi að bera nokkurt skynbragð á fleiri fræðigreinar, og þá ekki síst þær, sem þeir starfsbræður þeirra, er glíma vib t.a.m. stjórnmála- og stofnanasögu, þurfa sjaldan að leiða hugann að. í þessu viðfangi ber fyrst ab nefna landa- frœði, en einnig greinar, sem oftast eru taldar standa nær náttúru- og reiknivís- indum en sagnfræði: veðurfrœði og veð- urfarssögu, fiskifrceði og haffræði, sögu skipasmíða, tölfrœði og hagfrœði, mann- frœði og þjóðháttafrœði og þannig mætti áfram telja. Eðli fræðigreinarinnar sjáv- arútvegssögu gerir það að verkum, ab þeir sem við hana fást verða ab hafa giska víðfeðman fræðilegan áhuga og mega aldrei lokast inni á þröngu sér- sviði. □ ÆGIR 29

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.