Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 8
 * 1 N ^ ;—~ rrr. Nýbyggt frystihús Síldarvinnslunnar í Neskaupstað er fyrsta frystihúsið sem byggt er hér á landi í langan tíma og jafnframt það tæknivæddasta sem hérlendis er að finna ... og þó víðar væri leitað Nýtt frystihús Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað er sannarlega fiskvinnslu- stöð 21. aldarinnar enda mun tækni- væddara fiskiðjuver en annars staðar er að finna hérlendis. Aðeins er búið að taka hluta hússins í notkun, þ.e. þá vinnslu sem snýr að heilfrystingu á lobnu og síld en framundan er að koma fyrir vinnslutækjum fyrir síldarflökun og söltun og síðan ab full- búa þann hluta hússins sem snýr að bolfiskvinnslunni og verður það gert á næstu 2-3 árum. Þar með verður öll frysting Síldarvinnslunnar komin í um 6000 fermetra hús. Einkenni nýja hússins er sjálfvirkni og vélvæðing. Hráefninu er dælt beint úr skipunum upp í kælitanka þar sem blandað hefur verið sjó og ís til að halda hráefninu áfram köldu og fersku. Þegar svo kallað er eftir hráefni inn í vinnsluna er því dælt beint inn á flokkara sem flokka hana i mismun- andi stærðarflokka og þaöan flytja færibönd þab inn í vinnslusalinn. Mebal þeirra nýjunga sem er að finna í þessu ferli er að hráefnið er vigtað meb búnaði frá Marel hf. inn á færi- böndin í vinnslusalnum þannig að ná- kvæmlega er hægt að fylgjast með magninu sem fer inn í vinnsluna og bera upplýsingar saman við það sem út kemur. Eftir færiböndum fer hráefnið að pökkunarstöðvum og þær vigta um- beðið magn fyrir hverja öskju. Segja má að hér fyrst komi mannshöndin að því þrjár konur vinna á hverri pökkun- arstöb við að setja öskjur í pönnur. Þrjár öskjur fara í hverja pönnu en pönnurnar koma eftir færiböndum að hverri pökkunarstöð. Þegar pönnurnar hafa verið fylltar fara þær eftir færi- böndum úr vinnslusalnum og fram að plötufrystunum og á leiðinni er lofti þrýst úr öskjunum. Vib plötufrystana tekur við enn ein tækninýjungin sem fyrirtækiö Formax hefur þróað en þab er vélbúnaður sem sér um að taka öskj- urnar upp af færiböndunum og raða þeim inn í frystinn. í dag eru sex plötufrystar í húsinu en rými er fyrir tvo frysta í vibbót og með þeim gæti framleiöslugetan orðið allt að 400 tonnum á sólarhring i stab 300 tonna i dag. Allur annar búnaður hússins er miðaður við ab geta annað þessum af- köstum. En aftur að ferlinu. Athyglisvert er að sjá hvernig starfið í frystisalnum hefur verið leyst. Um leið og pönnum 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.